Fara í efni

24. fundur, aukafundur byggðaráðs

16.04.2024 16:00

Fundur í byggðaráði

24. fundur byggðaráðs, aukafundur Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, þriðjudaginn 16. apríl 2024. Fundur var settur kl. 16:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerð

1. Ársreikningur fyrir árið 2023  
     1.1 Ingimar Guðmundsson endurskoðandi hjá KPMG fór yfir ársreikninginn og svaraði spurningum.

Bókun um afgreiðslu: Ársreikningnum vísað til 1. umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

     1.2 Halli er á rekstri á Nausti kr. 8.025.000.-

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að hallinn verði greiddur úr aðalsjóði.

Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð 12. verkfundar um framkvæmdir á Nausti frá 02.04.2024
Fundargerðin lögð fram

3. Fundargerð 13. verkfundar um framkvæmdir á Nausti frá 09.04.2024
Fundargerðin lögð fram

4. Kvörtun til Heilbrigðiseftirlits NE vegna Íþróttamiðstöðvar
Kvörtun barst heilbrigðiseftirliti vegna ástands Íþróttamiðstöðvar á meðan á viðgerðum á heitum pottum stóð. Forstöðumaður Íþróttamannvirkja hefur svarað kvörtuninni á fullnægjandi hátt að mati Heilbrigðiseftirlitsins.

Kvörtun ásamt svari lögð fram.

5. Samningur við Víkursker um skólaakstur (uppfærsla) 1.04.2024
Samningur við Víkursker um skólaakstur uppfærður í samræmi við kostnaðarhækkanir.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir samninginn.

Samþykkt samhljóða.

6. Svar óbyggðanefndar við bréfi FJR um endurskoðun á kröfu ríkisins 10.04.2024
Bréfið lagt fram

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 17:15

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?