Fara í efni

21. fundur byggðarráðs

19.03.2020 12:00

21. fundur, byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 19. mars 2020. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson starfandi sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

 

1.         Fundargerð 18. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga, dags. 24. febrúar 2020

Fundargerðin lögð fram.

2.         Fundargerð 3. fundar dreifbýlisráðs, 9. mars 2020

Drög að reglum um refaveiðar í Langanesbyggð frá 2016 lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að gera tillögu að nýjum reglum um refaveiðar og fyrirkomulag refa- og minkaveiða 2020 með hliðsjón af endurgreiðslureglum Umhverfisstofnunar.

Samþykkt.

3.         Fundargerð 15. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, 17. mars 2020

Fundargerðin staðfest.

4.         Fundargerð 12. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 4. mars 2020

Liður 2. Tillaga um stefnumótun fyrir íþróttamannvirki Langanesbyggðar

Málinu vísað til sveitarstjórnar

Liður 3. Samstarf UMFL og Langanesbyggðar um íþrótta- og æskulýðsmál

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar hugmyndum UFML og felur sveitarstjóra að óska eftir nánari útfærslu á hugmyndinni frá UMFL.

Fundargerðin staðfest.

Siggeir lagði fram svohljóðandi bókun: U-listinn gerir athugasemd við að fundargerðin hafi ekki verið lögð fyrir 111. fund sveitarstjórnar 12. mars sl.

5.         Fundargerð 2. fundar stjórnar Finnafjarðarhafnar slhf. (FFPA), dags. 9. mars 2020.

Fundargerðin lögð fram.

6.         Bréf frá Pétri Þór Jónassyni vegna starfsloka hans hjá Eyþingi, dags. 9. mars 2020

Bréfið lagt fram.

7.         Samstarfssamningur við Byggðastofnun vegna gagnaskila fyrir þjónustukort

Samstarfssamningur við Byggðastofnun vegna skila á gögnum fyrir þjónustukort á vegum stofnunarinnar, dags. 9. mars 2020, lagður fram. Engar fjárhagsskuldbindingar fylgja samningnum.

8.         Samkomulag um skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Undirritað samkomulag, dags. 12. mars 2020, af sveitarstjórum og ráðherra, um skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra lagt fram.

9.         Skógræktarmál – erindi frá Skógræktarfélagi Þórshafnar

Drög að samningi um ræktun Landgræðsluskóga í land jarðarinnar Þórshafnar, við Skógræktarfélag Þórshafnar og Skógræktarfélag Íslands lagður fram.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að útfæra svæði nánar með Skógræktarfélagi Þórshafnar, að höfðu samráði við skipulagsráðgjafa sveitarfélagsins.

Samþykkt

10.       Beiðni um niðurfellingu sorphirðugjalds, erindi frá Helga Þórhallsyni, dags. 10. mars 2020

Farið er fram á að álagt sorpgjald á sumarhús verði fellt niður, þar sem húsið er eingöngu í notkun yfir sumartíman. Einnig er farið fram á að skráningu vegna innheimtu fasteignagjalda verði breytt.

Bókun um afgreiðslu: Ekki er, skv. álagningarreglum Langanesbyggðar, heimildarákvæði til að veita undanþágu í tilvikum sem þessu. Breyting á skráningu vegna innheimtu hefur þegar verið framkvæmd.

Samþykkt.

11.       Úthlutunarreglur bjargnytja 2020

Tillaga með breyttum reglum að úthlutun bjargnytja lögð fram. Sveitarstjóra falið að ganga frá reglunum til birtingar.

Samþykkt.

12.       Sala eigna sveitarfélagsins

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að hefja undirbúning að sölu þriggja íbúða að Langanesvegi 2.

Samþykkt.

13.       Niðurstöður vinnustaðagreiningar Langanesbyggðar

Niðurstöður vinnustaðagreiningar, frá Ágústu H. Gústafsdóttur hjá Vöxtur ráðgjöf, lagðar fram og glærum um hlutverk og ábyrgð stjórnenda.

14.       Sjóðsstreymisáætlun, framkvæmda- og fjárfestingaáætlun fyrir 2020

Sjóðsstreymisáætlun fyrir Langanesbyggð 2020 lögð fram. Hún byggir á fyrirliggjandi tillögu að framkvæmda- og fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins fyrir tímabilið.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að hefja endurskoðun framkvæmda- í fjárhagsáætlun og lánsfjárþörf í samræmi við umræðu fundarins.

Samþykkt.

15.       Aðgerðir og viðbrögð vegna Covid-19 smithættu

Starfandi sveitarstjóri fór yfir aðgerðir sveitarfélagsins vegna yfirvofandi smits.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:45.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?