Fara í efni

21. fundur byggðaráðs

08.02.2024 12:00

Fundur í byggðaráði

21. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 8. febrúar 2024. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru : Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Svala Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð.

Undir 15. lið er gert ráð fyrir að deildarstjórar geri grein fyrir starfsemi sinna deilda. Oddviti fer fram á að þessi liður verði tekinn fyrst á dagskrá.

Samþykkt samhljóða og færast því allir liðir dagskrár til um einn.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Þorsteinn lagði fram eftirfarandi:
Bókun: „Fulltrúi L-lista gerir athugasemdir við það að hafa ekki verið upplýstur um að deildarstjórar ættu að koma á fund ráðsins fyrr en í fundarboði. Eðlilegra hefði verið að ráðið hefði tekið samtal og sameiginlega ákvörðun um að bjóða deildarstjórnum á sinn fund.“

Fundargerð

1. Fundargerðir undirbúningsfundar framkvæmda við Naust frá 27.06.2023 og 23.08.2023
Fundargerðirnar lagðar fram

2. Fundargerðir verkfunda vegna framkvæmda við Naust nr. 1-4 frá 15.11.2023, 12.12.2023, 24.01.2024 og 01.02.2024
Fundargerðirnar lagðar fram

3. Niðurstaða verðkönnunar á jarðvinnu vegna sorpmóttöku stöðvar við Háholt ásamt kostnaðaráætlun.
Gerð var verðkönnun á jarðvegsskiptum við Háholt 4 vegna fyrirhugaðrar sorpmóttöku stöðvar. Eitt fyrirtæki skilaði inn verði í jarðvegsskiptin.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að ganga til samninga við BJ vinnuvélar um jarðvegsskiptin með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

4. Þjónustusamningur við ISAVIA frá 2021 ásamt minnisblaði sveitarstjóra vegna fyrirhugaðs útboðs á flugi.
Til stendur að bjóða út flug til Þórshafnar þar sem núverandi samningur við Norland Air rennur út um áramót. Þjónustusamningur Langanesbyggðar og ISAVIA er hinsvegar til ársloka 2026. Rétt er að skoða þjónustusamninginn samhliða hugsanlegu útboði.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð óskar eftir upplýsingum frá ISAVIA og Vegagerðinni um hugsanlegt útboð og þá hvort eða hvaða breytingar gætu falist í nýju útboði sem gætu leitt til breytinga á flugi og þar með breytingum á samningi á milli Langanesbyggðar og ISAVIA um þjónustu. Byggðaráð óskar eftir upplýsingum um hver kostnaður sveitarfélagsins við að uppfylla samninginn sé. (Það er Vegagerðin sem býður út flugið) Og athugað verði við næsta útboð hvort þjónustusamningurinn sé í samræmi við raunkostnað.

Samþykkt samhljóða.

5. Drög að samningi við ON um uppsetningu á hleðslustöðvum á Þórshöfn og Bakkafirði
Fyrir byggðaráði liggja drög að samningi við ON um uppsetningu á hraðhleðslustöðvum fyrir bíla á 4 stöðum á Þórshöfn og Bakkafirði. Samningurinn felur í sér einkarétt til að reka slíkar stöðvar til 15 ára.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og vísar honum til sveitarstjórnar þar sem taka þarf afstöðu til þess að fara í gerð bílastæðis norðan Langanesvegar við Kjörbúðina og kostnaðar sveitarfélagsins varðandi undirstöður.

Samþykkt samhljóða.

6. Drög að samningum við HSN vegna læknisþjónustu og hjúkrunarþjónustu á Nausti ásamt gildandi samningi frá 2021
HSN hefur sent sveitarfélaginu drög að samningum um þjónustu hjúkrunarfræðinga og lækna á Nausti sem mundi leysa af hólmi eldri samning um sömu þjónustu frá 2021

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að ræða við forstjóra HSN um breytingar frá fyrri samningi. Málinu vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar að loknum þeim viðræðum.

Samþykkt samhljóða.

7. Erindi frá smábátafélaginu Fonti varðandi vinnsluskyldu á grásleppu ásamt frumvarpi til laga um veiðistjórn á grásleppu.
Byggðaráð átti fund með félaginu varðandi málefnið.

Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

8. Aukning hlutafjár í Fjárfestingafélagi Þingeyinga. Bókun sveitarstjórnar ásamt gögnum frá upphafi máls.
Sveitarstjórn fékk sent erindi í apríl s.l um stofnun eignarhaldsfélags innan FÞ um hlutafélög í eigu sveitarfélaganna. Þar kemur fram að Langanesbyggð átti um áramót 2022/2023 10,2% í FÞ. Sveitarstjórn tók jákvætt í erindið á þeim tíma. Í september fékk sveitarstjórn minnisblað frá þeim sem unnið hafa að samrunaáætlun. Þar komu fram upplýsingar um að ýmsar breytingar höfðu átt sér stað í ferlinu m.a. varðandi afstöðu Þingeyjarsveitar. Einnig gerðist það í desember s.l. að stjórn Fjallalambs færði niður hlutafé um 41% og samþykkti hlutafjáraukningu sem boðin var hluthöfum. Sveitarstjórn Langanesbyggðar hafnaði því boði á fundi 25. janúar. Þá gerðist það einnig á síðasta ári að sveitarfélagið seldi sinn hlut í Ytra Lóni og eftir urðu aðeins hlutir í Fjallalambi og í Seljalaxi.

Fyrir síðasta sveitarstjórnarfund fékk sveitarstjórn senda tillögu að bókun þar sem samþykkja átti að leggja inn hlutabréf í eigu sveitarfélagsins í Fjallalambi og Seljalax samkvæmt bókfærðu virði samkvæmt ársreikningi 2023 (sem liggja ekki fyrir). Sveitarstjóri reyndi að leita upplýsinga um við hvaða raunvirði yrði miðað við, þ.e. virði samkvæmt ársreikningum 2023 (sem ekki liggur fyrir ) eða ársreikningum 2022 legði það inn hlutafé sitt í FÞ. Svör bárust ekki og því var bókuninni breytt í „bókfært verð í ársreikningi 2022“. Enn hafa ekki borist frekari upplýsingar um hver endanlegur hlutur sveitarfélagsins yrði í FÞ og því leggur byggðaráð fram eftirfarandi bókun:

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og það verði tekið til umræðu aftur þegar uppfærð samrunaáætlun og nánari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

9. Tilkynning um breytingu á stjórn, framkvæmdastjórn og prókúru Fjarskiptafélags Svalbarðshrepps.
Eftir sameiningu Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar færðist félagið „Fjarskiptafélag Svalbarðshrepps“ til hins nýja sveitarfélags. Kjósa þarf nýja stjórn og ráða nýjan framkvæmdastjóra með prókúru.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að Sigurður Þór Guðmundsson, Þorsteinn Ægir Egilsson og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir taki sæti í nýrri stjórn. Sigurður Þór Guðmundsson verði formaður stjórnar og Björn S. Lárusson sveitarstjóri verði ráðinn framkvæmdastjóri með prókúru.

Samþykkt samhljóða.

10. Minnisblað um stöðu verkefnastjóra í stjórnsýslu frá sveitarstjóra
Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir stöðu þeirra verkefnastjóra sem nú starfa að hluta eða öllu leiti fyrir sveitarfélagið.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir meðfylgjandi minnisblað og felur hlutaðeigandi að starfa samkvæmt því.

Samþykkt samhljóða.

11. Umsókn um styrk vegna Bakkafest ásamt bókun atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Bakkafest fer fram á styrk að upphæð kr. 500 þús. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hefur samþykkt fyrir sitt leiti styrkinn.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að veita umbeðinn styrk til Bakkafest.

Samþykkt samhljóða.

12. Erindi til sveitarstjórnar vegna ferðar á NorðurOrg 2024
Farið er fram á styrk að upphæð kr. 300 þúsund vegna þátttöku í Söngvakeppni félagsmiðstöðva sem fram fer á Dalvík 8. mars n.k.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að veita styrk til þátttöku í keppninni að upphæð kr. 300 þúsund.

Samþykkt samhljóða.

13. Bréf til sveitarstjórna um „Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu (MHR)
Lagt fram til kynningar

14. Erindi til sveitarstjórnar frá ungmennaráði Langanesbyggðar um starfsemi ráðsins.
Erindi frá Ungmennaráði þar sem þar sem farið er þess á leit við sveitarstjórn og nefndir sveitarfélagsins að þær hafi ráðið í huga hvað málefni til umfjöllunar varðar.

Erindið verður lagt fyrir allar fastanefndir sveitarfélagsins og hér með byggðaráð til upplýsinga.

15. Fundur með deildarstjórum um starfsemi deilda.
Hilma Steinarsdóttir, Þórarinn Þórisson, Þorri Friðriksson, Jón Rúnar Jónsson, Sigurbjörn Friðgeirsson,Herdís Gunnarsdóttir, Þóra Magnúsdóttir og Halldóra Friðbergsdóttir deildarstjórar mættu, fóru yfir starf og rekstur sinna deilda og áttu gott spjall.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða

Fundi slitið kl. 14:40

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?