Fara í efni

20. fundur byggðaráðs

11.01.2024 12:00

Fundur í byggðaráði

20. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 11. janúar 2024. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Bréf frá Fjallambi hf. til hluthafa um samþykkt stjórnar um lækkun hlutafjár að nafnverði og jafnframt um að auka hlutafé.
Hlutafjáreign eftir niðurfærslu er samtals kr. 5.057.585. Hlutfallslegur réttur til þátttöku er kr. 5.231.314.-

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar málinu til sveitastjórnar.

Samþykkt samhljóða.

2. Beiðni um styrk frá Kvennaathvarfinu.
Kvennaathvarfið á Akureyri hefur farið fram á styrk frá fyrirtækjum og sveitarfélögum á Norðurlandi. Flest sveitarfélög og mörg fyrirtæki hafa orðið við beiðninni.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að veita kr. 50.000.- til Kvennaathvarfsins á Akureyri.

Samþykkt samhljóða.

3. Tilkynning frá Vegagerðinni um niðurfellingu Þorvaldsstaðarvegar af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.

4. Tillaga að ráðningu nýs forstjóra Nausts.
Forstjóri Nausts sagði starfi sínu lausu í lok nóvember og óskaði eftir að fá að gegna starfi áfram sem almennur starfsmaður. Leitað hefur verið að forstjóra hjá ráðningafyrirtækjum frá því að uppsögnin barst en án árangurs. Þóra sótti óformlega eftir starfi hjá sveitarfélaginu og eftir að sveitarstjóri og fráfarandi forstjóri höfðu rætt ítarlega við Þóru var það niðurstaða að hún væri hæf í starfið, bæði er varðar reynslu og menntun. Herdís Gunnarsdóttir mun starfa áfram við Naust sem almennur starfsmaður og staðgengill forstjóra.
Sveitarstjóri leggur til að Þóra Magnúsdóttir verði ráðin í starfið til eins árs eins og lög leyfa um opinberar ráðningar.

     04.1) Ferilskrá Þóru Magnúsdóttur.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir ráðningu Þóru í starfið til eins árs og að því loknu verði það auglýst eins og lög gera ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða.

5. Fundargerð verkefnisstjórnar „Betri Bakkafjarðar“ frá 07.12.2023.
Fundargerðin lögð fram

6. Svar matvælaráðuneytisins við tillögu að sérstökum skilyrðum fyrir úthlutun byggðakvóta fyrir árið 2023-2024
Ráðuneytið hefur farið yfir tillögur sveitarstjórnar varðandi sérreglur byggðakvóta. Það er álit ráðuneytisins að rökstuðningur fyrir þessum tillögum sé ekki fullnægjandi og því er sveitarfélaginu hér með gefinn kostur á að rökstyðja tillögur sínar frekar. Einkum er um að ræða að rökstuðning vantar fyrir þeim tillögum sem koma fram í 1. gr. og varða breytingar á C-lið: „Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi byggðarlagi 1. júlí 2023 og greiddu að lágmarki einum einstakling með lögheimili í sveitafélaginu laun í að lágmarki 3 mánuði árið 2023.“

Bókun um afgreiðslu: Það er skýrt markmið reglugerðarinnar að byggðakvóta skal úthluta til fiskiskipa sem starfa sannarlega í viðkomandi byggðalagi, s.br. ákvæði um að útgerð og eigendur skuli hafa lögheimili í viðkomandi byggðalagi. Nú er það svo, að einfalt er að skrá heimili lögaðila í viðkomandi byggðalagi. Því leggur Langanesbyggð það til eftirfarandi breytingu við sérstök skilyrði; að til viðbótar komi sú kvöð á viðkomandi sýni fram á að lágmarki hafi einum einstakling verið greidd laun í viðkomandi byggðalagi í að lágmarki 3 mánuði á árinu 2023, og lítur Langanesbyggð á að reiknað endurgjald séu laun í þeim skilningi.
Það er eitt af markmiðum byggðakvótans að tryggja atvinnu við sjósókn og fiskvinnslu í byggðalögunum með aðgengi að fiskveiðiauðlindinni. Það styrkir grundvöll atvinnulífsins og byggðanna og lágmarks krafa að þeir aðilar greiði laun í byggðalaginu eða reikni sér endurgjald....

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða

Fundi slitið kl. 12:40

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?