Fara í efni

2 fundur byggðaráðs

25.08.2022 17:00

Fundur í byggðaráði

2. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 25. ágúst 2022. Fundur settur kl. 17:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Margrét Guðmundsdóttir, Valdimar Halldórsson verkefnastjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.
Hann lagði til að einum lið yrði bætt við dagskrá sem varðar fundarboð á aðalfund Fjallalambs hf. Var það samþykkt og var því næst gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Skólaakstur – breyting á kílómetragjaldi verktaka

Tillaga að hækkun á samningi lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra að uppfæra samning við Víkursker ehf. með nýju gjaldi með hækkun um 5,4% í samræmi við ákvæði samnings um gjaldskráhækkanir. Aðrir samningar um skólaakstur eru verðtryggðir.

2. Öldrunarráð – tillaga um fulltrúa Langanesbyggðar í ráðinu

Tillaga um að Jón Gíslason verði fulltrúi Langanesbyggðar í öldungaráði.

Samþykkt samhljóða.

3. Fjarðarvegur 5, Þórshöfn

a) Greinargerð frá Valdimar Halldórssyni verkefnastjóra um notkun á Fjarðarvegi frá kaupum.

b) Húsaleigusamningur lagður fram.

Bókun fulltrúa L-lista: Fulltrúi L-lista gerir athugasemdir við framlagðan leigusamning við Gistiheimilið Lyngholt ehf. vegna Fjarðarvegar 5. Umræddur leigusamningur á við um íbúðarhúsnæði en ekki atvinnuhúsnæði og þar gilda almenn húsaleigulög. Húsnæðið að Fjarðarvegi 5 er ekki með nein leyfi til atvinnureksturs s.s. gistingar.

Bókun verkefnastjóra: Þessi skammtíma leigusamningur er að mati verkefnastjóra hagstæður fyrir Langanesbyggð þar sem fyrirséð var að húsnæðið mundi standa autt og aðkallandi húsnæðisskortur á Þórshöfn á þeim tíma sem samningurinn var gerður. Leigutaki hefur leyfi til gistirekstrar.

c) Framtíðartillögur frá Þekkingarneti Þingeyinga.

Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð fagnar framkonum tillögum um samstarf við þekkinganet Þingeyinga og felur verkefnastjóra og sveitarstjóra að gera drög að samningi og vinna þetta áfram á þeim nótum sem fram koma í tillögunni.

4. Gistiheimilið Sæluvík, Bjarg, Bakkafirði. Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir umsagnarbeiðni.

5. Eldflaug á Langanesi. Erindi frá Samgöngustofu. Til kynningar

Erindi lagt fram til upplýsingar.

6. Björgunarmiðstöð. Frestað erindi frá síðasta fundi byggðaráðs

Viljayfirlýsing lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra að kalla saman vinnuhóp og taka stöðuna á verkefninu.

7. Menningarsjóður Langanesbyggðar. Frestað erindi frá síðasta fundi byggðaráðs

Tillaga lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að auglýsa aftur eftir umsóknum í sjóðinn þar sem í síðustu úthlutun náðist ekki að útdeila því fjármagni sem ráðstafað var í sjóðinn. Sérstaklega verður horft til menningarhalds á aðventu.

8. Fundargerðir 1., 2. og 3. Frá vinnuhópi um landbúnaðarmál, dags 15., 17. og 21. ágúst 2022

Fundagerðirnar lagðar fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að Árni Gunnarsson bóndi á Sveinungsvík verði fjallskilastjóri sveitarfélagsins.

9. Fundargerð 1. fundar hafnarnefndar, dags. 18.08.2022

Fundargerðin lögð fram.

10. Fundarstjórn & fundarsköp og fundur með formönnum nefnda. Frestað erindi frá síðasta fundi byggðaráðs.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra er falið að koma á kynningu með kjörnum fulltrúum og nefndarmönnum.

11. Fundarboð aðalfundar Fjallalambs 30.08.2022 lagt fram

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur Sigurði Þór Guðmundssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Fjallalambs hf.

 

Fundagerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?