Fara í efni

17. fundur byggðarráðs

09.01.2020 12:00

 

 

 

17. fundur, byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 9. janúar 2020. Fundur var settur kl. 12:00

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson starfandi sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð

 

1.         Fundargerð, 1. og 2. verkfunda vegna framkvæmda á Nausti, dags. 3. og 17. desember 2019

Fundargerðirnar lagðar fram.

2.         Fundagerð 2. fundar hverfaráðs dreifbýlis, dags. 18. desember 2019

a.         Liður 1, Hnitsett landamerki.

Bókun um afgreiðslu: Vísað til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd.

Samþykkt.

b.         Liður 2, Heiðarvegir og styrkvegasjóður.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð er sammála því að nauðsynlegt sé að gera áætlun um uppbyggingu vega sem falla undir styrkvegasjóð. Jafnframt er óskað eftir umsögn frá skipulags- og umhverfisnefnd, atvinnu- og nýsköpunarnefnd og hverfisráðum.

Samþykkt.

c.         Liður 3, Eignir sveitarfélagsins í sveitarhluta

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða nánar tillögur fjallskilastjóra frá síðasta ári um endurnýjun á gagnamannakofum í sveitarfélaginu í samvinnu við dreifbýlisráð.

Samþykkt.

d.         d. Liður 4, Umhverfismál

Bókun um afgreiðslu: Vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.

Samþykkt.

Fundargerðin staðfest.

3.         Fundargerð 3. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar, dags. 18. nóvember 2019

a.         Liðir 1 og 2

Bókun um afgreiðslu: Vísað til skipulags- og umhverfisnefndar.

Samþykkt.

b.         Liður 3

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að skoða ástand umræddra mannvirkja í samvinnu við byggingar- og heilbrigðisfulltrúa.

Samþykkt.

4.         Fundargerð samráðsnefndar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, dags. 9. desember 2019

Fundargerðin staðfest.

5.         Umsókn um tækifærisleyfi vegna Þorrablóts

Erindi frá sýslumanni, dags. 7. janúar sl., vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Margréti Guðmundsdóttur vegna borðhalds og skemmtanahalds í tilefni Þorrablóts á Þórshöfn 25. janúar nk.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

Samþykkt.

6.         Skýrsla heimsóknar fulltrúa UST vegna urðunnarstaðarins á Bakkafirði, dags. 7. nóvember 2019

Skýrslan framlögð.

7.         Útleiga á húsnæði fyrir starfsemi ÁTVR á Langanesvegi 2

Lögð fram drög að samningi um leigu á hluta húsnæðis við Langanesveg 2 fyrir afgreiðslu ÁTVR, ásamt drögum að skilasamningi og teikningu.

Bókun um afgreiðslu: Málinu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt.

8.         Orkumál – Tillaga um umsókn um skoðun á möguleikum fyrir vindmyllur í Langanesbyggð

Lagt fram minnisblað um skoðun á möguleikum á vindorkuverum í Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að vinna að málinu áfram í samráði við umræður fundarins.

Samþykkt.

9.         Erindi frá HSÞ vegna ársþings á Þórshöfn 2020

Fram er lagt erindi frá framkvæmdastjóra HSÞ vegna ársþings sambandsins á Þórshöfn 14. mars nk.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að leigja Þórsver fyrir þingið án endurgjalds.

Samþykkt.

10.       Leikskóli – uppgjör

Lagt fram minnisblað frá Eflu ehf. dags. 8. janúar sl. með yfirliti um framgang framkvæmda við leikskólann og sundurliðun kostnaðar við bygginguna og tengdar framkvæmdir, kostnað vegna aukverka suðurliðað eftir verkefnum og verktökum. Enn fremur er lögð fram sundurliðun vegna aukverka og aukabúnaðar.

Siggeir Stefánsson lagði fram svohljóðandi bókun U-listans: U-listinn gerir athugasemd við hvað það tók langan tíma að fá upplýsingar um kostnað við byggingu nýs leikskóla. Skólinn var tekinn í notkun í ágúst 2019. U-listinn óskaði formlega eftir upplýsingum um hver kostnaður við byggingu leikskólans væri í lok október og það er fyrst núna 8. janúar 2020 sem okkur berast kostnaðar upplýsingar. Við óskum eftir nánari upplýsingum í samræmi við óskir okkar um sundurliðun á kostnaði.

Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til sveitarstjórnar.

Samþykkt.

11.       Tankbíll fyrir slökkvilið Langanesbyggðar

Lagt fram svarbréf slökkviliðsstjóra vegna óskar samráðsnefndar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps um kaup á tankbíl fyrir slökkviliðið.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fellst á beiðni slökkviliðsstjóra um kaup á tankbíl, að því gefnu að hann uppfylli kröfur slökkviliðsins. Enn fremur er heimilað að kaupa nauðsynlegan búnað í bílinn. Samþykkt að leggja fyrir sveitarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna þessara kaupa fyrir kr. 1.200.000.

Samþykkt.

12.       Reglugerð um hrognkelsaveiðar – tillaga að umsögn

Svohljóðandi ályktun lögð fram vegna tillögu sjávarútvegsráðherra að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020: Byggðaráð Langanesbyggðar gerir athugasemdir fyrir fyrirhuguð drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 og telur að sumar breytingar muni leiða til þess að veiðibátum fækki með auknum tilkostnaði við veiðarnar.

Með því að hámarka teinalengd neta við 3750 metra á vertíð, í stað 7500 metra eins og hefur verið,  en fjölga veiðidögum, mun veiðiferðum fjölga samsvarandi. Því fylgir aukinn olíukostnaður um allt að 40-60% auk mun meiri tíma sem í veiðiferðir fer. Þetta mun aftur leiða til tekjuskerðingar sjómanna og aukins kostnaðar fyrir útgerðirnar, eða verri afkomu allra.

Þessi ákvörðun mun leiða það af sér að útgerðarmenn freistist til að fara einir til veiða þar sem hásetar munu ekki fást til að fara til veiða upp á allt að helmings kjaraskerðingu, þ.e.  sömu tekjur en fyrir allt að tvöfalt fleiri veiðidaga. Það mun draga úr öryggi sjómanna sem er þvert á stefnu stjórnvalda að tryggja öryggi þeirra sem best.

Enn fremur með minni arðsemi er hætt við að útgerð smábáta muni dragast saman, sem kemur sér sérlega illa fyrir mörg fámenn byggðalög þar sem útgerðir treysta á þessar veiðar. Þessar breytingar vega því gegn viðleitni stjórnvalda til að halda byggð á brothættum svæðum í landinu.

Ef markmiðið með reglugerðinni er að draga úr ágangi sela í fisk í netunum væri nærtækara sem dæmi að fylgja fordæmi ákvæða um verndun æðarfugls og beita lokunum á svæði nærri selalátrum.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að senda ályktunina í samráðsgátt stjórnvalda og þingmenn kjördæmisins.

Samþykkt.

13.       Ungt fólk og Eyþing

Eyþing gengst fyrir ráðstefnu meðal þriggja 14 til 19 ára ungmenna úr öllum sveitarfélögum svæðisins á Húsavík um miðjan febrúar nk. Dagskrárdrög ráðstefnunnar lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samráði við umræður fundarins.

Samþykkt.

14.       Langanesbyggð betri vinnustaður

Lagt fram minnisblað „Langanesbyggð – betri vinnustaður“ og þrjú tilboð frá Vexti ráðgjöf ehf. um vinnu við verkefnið.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykktir tilboð Vaxtar og ráðgjafar ehf. um að hefja vinnu við verkefnið „Langanesbyggð - betri vinnustaður.“ Verkefnið er þríþætt í fyrsta áfanga:

1.         Vinnustaðagreining meðal starfsfólks og stjórnenda

2.         Námskeið – Stjórnun – hlutverk og ábyrgð

3.         Námskeið – Samskipti á vinnustað

Samþykkt er að verja allt að kr. 1.419.000 til verkefnisins og að viðauki um þennan kostnað verði lagður verði fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

Lagt er til að verkefnið verði unnið á vegum byggðaráðs.

Samþykkt.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:42.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?