Fara í efni

17. fundur byggðaráðs

19.10.2023 12:00

Fundur í byggðaráði

17. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 19. október 2023. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir varaformaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Margrét Guðmundsdóttir, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Varaformaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð og óskaði jafnframt eftir afbrigðum frá boðaðri dagskrá og að beiðni um kostnaðarþátttöku í frágang á umhverfi fuglaskýlis við Skoruvík yrði bætt við sem 10.lið í dagskrá. Það var samþykkt samhljóða og því gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands um ágóðahlut Langanesbyggðar
EBÍ hefur tilkynnt að ágóðahlutur Langanesbyggðar fyrir rekstrarárið 2023 verði kr. 80.000.-

Bréfið lagt fram

2. Beiðni um styrk vegna jólamarkaðar – frá atvinnu- og nýsköpunarnefnd
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hefur ákveðið að standa fyrir jólamarkaði sem nefnist „Jólakúlan“ fyrir jólin í ár. Farið er fram á kr. 300.000.- í styrk.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að veita kr. 300.000.- til verkefnisins með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Nefndin þarf þó að gera samkomulag við forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar varðandi þrif.

Samþykkt samhljóða.

3. Beiðni um styrk frá „Aflinu“, samtaka fyrir þolendur ofbeldis.
Vegna aukinnar aðsóknar í þjónustu „Aflsins“, samtaka fyrir þolendur ofbeldis óska samtökin eftir því við Langanesbyggð að veita samtökunum styrk að upphæð kr. 100.000.-

Bókun um afgreiðslu: Langanesbyggð getur því miður ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða.

4. Erindi frá Flugklasanum um áframhaldandi styrk.
Flugklasinn, í umboði Markaðsstofu Norðurlands hefur sent beiðni á öll sveitarfélög um styrk sem nemur kr. 300.- á hvern íbúa næstu 3 árin. Heildarupphæðin fyrir Langanesbyggð er því kr. 580.000.- fyrir 3 ár.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð getur ekki orðið við beiðni um styrk til Flugklasans að þessu sinni. Verði málið tekið upp aftur mun sveitarfélagið íhuga þátttöku.

Samþykkt samhljóða.

5. Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2024
Lögð fram dagskrá vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Dagskráin felur í sér, auk reglulegra funda, vinnufundi með sveitarstjórn, byggðaráði og deildarstjórum.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til að unnið verði að gerð fjárhagsáætlunar samkvæmt framlögðu plani.

Samþykkt samhljóða.

6. Erindi frá Mirjam Blekkenhorst varðandi hlutabréf
Mirjam Blekkenhorst hefur fyrir hönd Ytra Lóns farið fram á viðræður við Langanesbyggð um kaup á hlutabréfum í eigu Fræs hf. í Ytra Lóni.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að hlutabréfin verið boðin til kaups og felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara og eftir atvikum gera kaupsamning og leggja fyrir byggðaráð.

Samþykkt samhljóða.

7. Umsögn um fjárlög 2024
SSNE hefur samið umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2024. Þar eru tíunduð atriði sem varða fjórðunginn í heild.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð Langanesbyggðar leggur sérstaka áherslu á eftirfarandi atriði í umsögn SSNE.
     a) Að festa í sessi stöðu sýslufulltrúa á Þórshöfn á fjárlögum.
     b) Efla vetrarþjónustu á vegum á NA landi og tryggja öryggi vegfarenda með því að efla fjarskiptakerfið.
     c) Að forsenda orkuskipta í Langanesbyggð er að tryggð verði næg orka á svæðinu.

Samþykkt samhljóða.

8. Samgönguáætlun 2024 – 2038
Lögð hefur verið fram samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2038 í samráðsgátt stjórnvalda. SSNE mun semja umsögn um áætlunina sem Langanesbyggð fær til kynningar og getur bætt við atriðum sem sérstaklega eiga við í sveitarfélaginu.

Lagt fram til kynningar.

9. TRÚNAÐARMÁL um ætluð kaup sveitarfélagsins á íbúðum við Miðholt 21 og 27 á Þórshöfn. Bókun um afgreiðslu færð í trúnaðarbók.

10. Beiðni um kostnaðarþátttöku í frágang á umhverfi fuglaskýlis við Skoruvík.
Bókun um afgreiðslu: byggðaráð samþykkir að veita Félaginu Fuglastíg 20% (ca 800.000 kr) mótframlag vegna styrkbeiðni þeirra í framkvæmdarsjóð ferðamannastaða með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða

Fundi slitið kl. 13:06.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?