Fara í efni

13. fundur byggðaráðs

22.06.2023 12:00

Fundur í byggðaráði

13. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 22. júní 2023. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir varaoddviti, Þorsteinn Ægir Egilsson, Margrét Guðmundsdóttir og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð. Mirjam Blekkenhorst kom á fund undir 13. lið.
Varaoddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.

Dagskrá

 1. Ársskýrsla HSÞ 2022
 2. Fundargerð almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á NE frá 17.05.2023
 3. Bréf þar sem farið er fram á viðræður við Biskupsstofu um formlegar viðræður um langtímaleigu á kirkjujörðinni Skeggjastöðum og þeim húsakosti sem henni fylgir.
 4. Fundargerð sveitarfélaga á Austurlandi og Langanesbyggðar um vindorkumál.
 5. Viljayfirlýsing um stofnun þróunarfélags um Líforkuverk í Eyjafirði
 6. Samningur um skólaakstur við Hafliða Jónsson – endurskoðun frá 2020
 7. Bryggjudagar 2023 – ósk um styrk
 8. Erindi frá „Ocean Mission“ varðandi hreinsun strandar við Langanes í ágúst ásamt ósk um styrk fyrir útlögðum kostnaði.
 9. Erindi barna vegna greiðslna á æfingum.
 10. Tillaga að verðskrá VERS
 11. Umsagnarbeiðni vegna Bryggjudaga
 12. Jafnréttisáætlun Langanesbyggðar 2023-2027
 13. Kvörtun vegna 4. liðar á 11. fundi byggðaráðs 4. maí s.l.

Fundargerð

1. Ársskýrsla HSÞ 2022
Ársskýrslan lögð fram.

2. Fundargerð almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á NE frá 17.05.2023
Fundargerðin lögð fram.

3.Bréf þar sem farið er fram á viðræður við Biskupsstofu um formlegar viðræður um langtímaleigu á kirkjujörðinni Skeggjastöðum og þeim húsakosti sem henni fylgir.
Bréf til Biskupsstofu þar sem farið er fram á formlega viðræður um formlega leigu á Skeggjastöðum.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að senda Biskupsstofu formlegt erindi þar sem farið er fram á leigu á jörðinni Skeggjastöðum. Í viðræðunefnd við Biskupsstofu tilnefnir byggðaráð Gunnar Má Gunnarsson starfsmann „Betri Bakkafjarðar, Björn S Lárusson sveitarstjóra og Sigurður Þór Guðmundsson. Byggðaráð óskar eftir að fá skýrslu um niðurstöðu viðræðna þegar þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð sveitarfélaga á Austurlandi og Langanesbyggðar um vindorkumál.
Sveitarstjórnarmenn og hagsmunaaðilar á á Norður- og Austurlandi héldu fund um vindorkumál fyrir forgöngu Helga Gíslasonar sveitarstjóra Fljótsdalshrepps. Sveitarstjóra bar boðið að sitja fundinn og þar var samþykkt „að undirbúa minnisblað um málið sem lagt yrði fyrir sveitarstjórnir. Drög að því verði lagt fyrir fund með sömu aðilum síðar í mánuðinum eða í byrjun næsta“.

Lagt fram til upplýsinga

5. Viljayfirlýsing um stofnun þróunarfélags um Líforkuverk í Eyjafirði
Viljayfirlýsingin lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð Langanesbyggðar er samþykkt því að aðilar stofni með sér þróunarfélag sem haldi utan um verkefnið og framgang þess í samstarfi við aðra hagsmunaaðila og fjárfesta.

Samþykkt samhljóða.

6. Samningur um skólaakstur við Hafliða Jónsson – endurskoðun frá 2020
Endurskoðaður samningur lagður fram með verðbreytingum. Samningurinn er til 3 ára án vísitölubindingar en hins vegar endurskoðunarákvæði og 6 mánaða uppsagnarfresti verði verulegar breytingar á aðstæðum.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leiti.

Samþykkt samhljóða.

7. Bryggjudagar 2023 – ósk um styrk
Stjórn Bryggjudaga fer fram á styrk vegna hátíðarinnar í ár.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir kr. 500.000.- styrk vegna hátíðarinnar í ár.

Samþykkt samhljóða.

8. Erindi frá „Ocean Mission“ varðandi hreinsun strandar við Langanes í ágúst ásamt ósk um styrk fyrir útlögðum kostnaði.
„Ocean Mission“ fer fram á styrk fyrir kostnaði vegna hreinsunar á strandlengju Langaness. Kostnaður er áætlaður samkvæmt meðfylgjandi áætlun kr. 166.500.-

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að veita styrkinn. Upphæðin gjaldfærð á umhverfismál.

Samþykkt samhljóða.

9. Erindi barna vegna greiðslna á æfingum.
Börn sem ekki eru í vinnuskólanum en stunda æfingar með UMFL fá ekki greiðslur fyrir að stunda æfingar eins og eldri börn sem eru í vinnuskóla. Börnin fara fram á greiðslur fyrir æfingar.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð þakkar kærlega fyrir erindið, líklega er einhver misskilningur á ferð. Hugmyndin var að gefa ungmennum sem starfa í vinnuskólanum færi á að mæta á íþróttaæfingar hjá UMFL. Þetta eru fríðindi fyrir þau börn sem starfa hjá Langanesbyggð en ekki laun fyrir að mæta á æfingar. Engin ungmenni úr vinnuskólanum eru að stunda æfingar hjá UMFL og hafa því ekki verið að nýta sér þetta. Hugmyndin er að þróa þetta í þá átt að þau börn sem mæta á æfingar hjá UMFL muni í framtíðinni vinna þennan tíma af sér í samvinnu við vinnuskólann.

Samþykkt samhljóða.

10. Tillaga að verðskrá Vers
Lögð fram tillaga að verðskrá Íþróttamiðstöðvarinnar VERS

Bókun um afgreiðslu: Skrifstofustjóra falið að útfæra breytingar samkvæmt umræðum fundarins og leggja fyrir á næsta fund.

Samþykkt samhljóða.

11. Beiðni um umsögn vegna Bryggjudaga – Tækifærisleyfi.
Farið er fram á umsögn um tækifærisleyfi vegna Bryggjudaga á Þórshöfn 13. til 16. júlí.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

Samþykkt samhljóða

12. Jafnréttisáætlun Langanesbyggðar 2023-2027
Jafnréttisáætlun Langaesbyggðar fyrir árin 2023 – 2024 lög fram endurskoðuð eins og áskilið er í upphafi hvers kjörtímabils.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir áætlunina.

Samþykkt samhljóða.

13. Kvörtun vegna 4. liðar á 11. fundi byggðaráðs þann 4. maí s.l.

Þorsteinn lýsir sig vanhæfan undir þessum lið.
Vanhæfi samþykkt og hann víkur af fundi.
Mirjam tekur hans sæti.

Bókun frá L- lista: Í ljósi alvarleika málsins og að hér er um margítrekað vinnulag að ræða, hlýtur L-listinn að áskilja sér rétt til að leiða þetta mál til lykta með því að vísa því til innviðaráðuneytisins til skoðunar, eða umboðsmanns alþingis eða jafnvel dómstóla.

Bókun um afgreiðslu: Ákvörðun byggðaráðs um ráðningu forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Þórshafnar sem tekin var á fundi ráðsins þann 4 maí sl. og kvörtun/beiðni kvartana beinist að, var tekin í samræmi við gildandi lög og reglur er varða undirbúning, málsmeðferð og ákvarðanatökur í sambærilegum málum. Umrædd ákvörðun byggði á fullnægjandi og réttum upplýsingum sem aflað var áður en ákvörðun var tekin í samræmi við 10. gr stjórnsýslulaga nr. 37/1993 (stjórnsýslulög). Hvorki gögn né sjónarmið hafa komið fram sem færa gild rök að því að svo hafi ekki verið í umrætt sinn. Með vísan til þessa standa engar forsendur til þess að umrædd ákvörðun byggðaráðs verði endurupptekin eða afturkölluð.

Að gefnu þessu tilefni telur meirihluti sveitastjórnar þó bæði rétt og skylt að taka sérstaklega fram að réttur aðila til að krefjast endurupptöku stjórnvaldsákvörðunar á grundvelli 33. gr. samþykkta sveitarfélagsins, þ.e. með hliðsjón af 24. gr. stjórnsýslulaga, takmarkast alfarið við þann aðila sem umrædd stjórnvaldsákvörðun beinist að og varðar réttindi hans og/eða skyldur, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Einungis sá aðili sem uppfyllir skilyrðið að ákvörðunin taki til réttinda hans og/eða skyldna á einhvern hátt getur óskað eftir endurupptöku á ákvörðun stjórnvalds. Ekki verður séð að kvartandi eigi aðild að þeirri stjórnvaldsákvörðun sem beiðni hennar beinist að þar sem ákvörðunin varðar hvorki réttindi hennar né skyldur. Af þeim sökum getur kvartandi ekki að lögum lagt fram kröfu um endurupptöku umræddrar ákvörðunar

Atkvæðagreiðsla: Með; Halldóra, Margrét. Á móti; Mirjam.

Mirjam yfirgefur fundinn og Þorsteinn kemur aftur inn á fund.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 12:52

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?