Fara í efni

12. fundur byggðaráðs

17.05.2023 12:00

Fundur í byggðaráði

12. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, miðvikudaginn 17. maí 2023. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.

Dagskrá

1. Fundur stjórnar hafnasambands nr. 452 frá 19.04.2023
2. Fundargerð 72. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegs sveitarfélaga frá 19.04.2023
3. Bréf frá hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarfræðingum á Nausti frá 12.05.2023
4. Staða mála vegna málefna fatlaðra – 4 mán. milli uppgjör Norðurþings frá 11.05.2023
5. Stöðugreining úrgangsmála á Norðurlandi vorið 2022
6. Svæðisáætlun Norðurland. Sorpmál 2023-2036 frá 11.05.2023

Fundargerð

1. Fundur stjórnar hafnasambands nr. 452 frá 19.04.2023
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 72. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegs sveitarfélaga frá 19.04.2023
Fundargerðin lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð tekur undir þá ályktun sem stjórnin gerir undir 3. lið fundargerðar um skerðingu á afhendingu raforku fiskimjölsverksmiðja.

Samþykkt samhljóða.

3. Bréf frá hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarfræðingum á Nausti frá 12.05.2023
Bréf frá forstjóra og hjúkrunarfræðingum á Nausti þar sem lögð eru fram rök fyrir því að hefja framkvæmdir sem fyrst við efri hæð á Nausti og lagðar fram tölur um betri nýtingu, auknar tekjur og þar af leiðandi jafnvægi í rekstri.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð þakkar bréfriturum bréfið. Byggðaráð tekur undir með bréfriturum að fara þurfi í framkvæmdir sem fyrst til að ná þeim auknu tekjum og hagræðingu sem framkvæmdirnar hafa í för með sér. Sveitarstjóra er falið að semja við verktaka um framkvæmdir þannig að þær geti hafist sem fyrst og að þær verði unnar eins hratt og aðstæður leyfa hjá verktaka og birgjum. Viðauki verður gerður við fjárhagsáætlun þegar endanleg fjárhagsáætlun verkefnisins liggur fyrir.

Samþykkt hljóða.

Bókun fulltrúa L-lista: Fulltrúi L-lista fagna því að hefja eigi framkvæmdir á Dvalarheimilinu Nausti sem fyrst. Fulltrúar L-lista hafa talað fyrir því síðan 8 mars sl. og lagt fram tvær tillögur í sveitarstjórn um að framkvæmdir á Nausti hefjist og ljúki í sumar 2023. Þeim tillögum var hafnað og því ber að fagna sérstaklega viðsnúningi í málinu.

4. Staða mála vegna málefna fatlaðra – 4 mán. milli uppgjör Norðurþings frá 11.05.2023
4 mánaða milli uppgjör frá félagsþjónustu á Húsavík lagt fram til upplýsinga

Bókun um afgreiðslu: Samkvæmt gögnum þá virðist málaflokkurinn vera í jafnvægi. Ef koma fram vísbendingar um einhver veruleg frávik frá áætlun, þá óskar sveitarfélagið eftir því að fá þær upplýsingar örar en á 4. mánaðar fresti.

Samþykkt samhljóða.

5. Stöðugreining úrgangsmála á Norðurlandi vorið 2022
Lögð fram til kynningar.

6. Svæðisáætlun Norðurland. Sorpmál 2023-2036 frá 11.05.2023
Lögð fram stöðugreining á úrgangsmálum á Norðurlandi sem gerð var vorið 2022 vegna svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2026 af Umhverfisráðgjöf Íslands (Environice). Langanesbyggð og Svalbarðshreppur eru á bls. 116 – 122)

Ennfremur lögð fram svæðisáætlun fyrir sveitarfélögin á Norðurlandi um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036 þar sem kemur fram stefna, markmið og staða vorið 2022 ásamt viðaukum.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að svæðisáætlunin verði samþykkt af Langanesbyggð.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða

Fundi slitið kl. 12:30.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?