Fara í efni

Viðgerðir á Kópaskerslínu hafnar

Fréttir

Skv. upplýsingum Landsnet er áætlað að viðgerðum á Kópaskerslínu ljúki eigi síðar en um næstu helgi, þær hófust fyrir alvöru í dag. 

Eins og alþjóð veit hefur rafmagnsleysi verið víða um land í kjölfar óveðursins í síðustu viku og mikið mætt á starfsmönnum Landsnets og öðrum. Að sögn talsmanns Landsnets fer viðgerðum að ljúka á Davlíkurlínu og í kjölfarið verður farið af fullu afli í ljúka viðgerðum á Kópaskerslínunni, en 14 stæður munu hafa hrunið í óveðrinu sem gekk yfir í síðstu viku.