Fara í efni

Viðbót við flotann á Bakkafirði

Fréttir

Nýr bátur á Bakkafjörð

 Þeir frændur Gunnlaugur Steinarsson og Hilmar Þór Hilmarsson (eldri) keyptu 10 metra bát, af gerðinni Víkingur 800 (er lengdur) með 360 hestafla Volvo Penta vél.

 

 Báturinn hét Straumur EA 18 og var á Dalvík. Í dag heitir báturinn Brattanes NS 123 og kemur nafnið frá Færeyingum, en þegar Færeyingar réru frá Bakkafirði var bátur með þessu nafni og eignaðist Hilmar Einarsson, afi, þann bát. NS 123 er gamalt umdæmisnúmer sem Bjarg ehf var með á sínum bátum.

 

Til hamingju og gangi ykkur vel.