Fara í efni

Verkstæði Hjartar - nýtt bílaverkstæði

Fréttir

Þau hjón Hjörtur Harðarson og Bergrún Guðmundsdóttir hafa opnað nýtt bílaverkstæði að Stórholti 6 á Þórshöfn. Verkstæðið mun taka að sér allar almennar bílaviðgerðir. Það er kærkomið fyrir íbúa í Langanesbyggð að fá þessa þjónustu heim í hérað og óskum við þeim hjónum til hamingju með framtakið. Hægt er að bóka tíma í síma 8657551 eða á netfangið; vshjartar@gmail.com  Einnig verður hægt að panta tíma á Facebook síðu verkstæðisins "Verkstæði Hjartar" og hafa samband í gegn um þá síðu.