Fara í efni

Veraldarvinir ánægðastir hér

Fréttir
Sjálfboðaliðar á vegum Veraldarvina sem hingað til lands koma á sumri hverju til að vinna að ýmsum verkefnum, gefa Langnesingum bestu einkunn þeirra sveitarfélaga sem þeir sækja heim.
 
Við fáum 9,16 af 10 mögulegum í einkunn og góða umögn. Auk sérstæðrar náttúru hér þykja viðtökur starfsfólks okkar vera framúrskarandi og eiga þeir hrós skilið sem að þessu standa.
 
Alls komu 42 sjálfboðaliðar hingað í fyrra á vegum samtakanna Veraldarvina (World Wide Friennds á Íslandi) sem skipuleggja þessar ferðir. Er þetta fólk úr því sem næst öllum heimshlutum sem kemur til að vinna ásamt því að vilja kynnast landi og þjóð.