Fara í efni

Vel heppnuð hátíð á Bakkafirði!

Fréttir

Bakkafest var haldið á Bakkafirði um nýliðna helgi og heppnaðist vel. Þrátt fyrir heldur kuldalegt veður heimsótti fjöldi fólks Bakkafjörð og tók þátt í ýmsum viðburðum, s.s. gönguferð, sunddiskói og zumba. Þá buðu Bakkasystur í vöfflukaffi í tilefni hátíðarinnar og kynntu starfsemi sína. Opnunarmót var haldið fyrir nýjan og glæsilegan níu holu frisbívöll. Á föstudags- og laugardagskvöld var blásið til tónleika þar sem hátíðargestir skemmtu sér konunglega langt fram á nótt. Hátíðin var sem fyrr opin öllum og var hún góð kynning fyrir Bakkafjörð.