Fara í efni

Uppfærð tilmæli vegna heimsókna á Naust

Fréttir
Eftirfarandi eru uppfærð tilmæli í ljósi þess að nú hafa allir íbúar Nausts verið bólusettir gegn COVID-19.
Varðandi heimsóknir:
- Þar til búið er að bólusetja starfsmenn er mælst til þess að heimsóknargestir séu eingöngu í heimsókn á herbergjum íbúa, en ekki í borðstofu eða öðrum sameiginlegum rýmum heimilisins.
- Heimsóknir verða áfram skráðar og því mikilvægt að aðstandendur láti áfram vita þegar þeir koma, best er að hringja í 468-1322 áður en mætt er á staðinn eða hringja dyrabjöllu við aðaldyrnar og gera vart við sig.
- Alla jafna mega koma tveir gestir til hvers íbúa á dag.
o Ekki er gerð krafa um að sömu tveir gestir heimsæki alla daga heldur mega
aðstandendur skiptast á að koma.
o Undantekningar frá þessari reglu eru í höndum hjúkrunarforstjóra.
- Gæludýr eru velkomin í heimsókn til íbúa á Nausti.
- Gestir skulu virða 2ja metra nándarmörk og forðast beina snertingu við íbúa (á ekki
við um hjón og sambúðarfólk).
- Gestir skulu þvo hendur með sápu áður en komið er á heimilið og spritta hendur
strax við komu á herbergi íbúa.
- Allir gestir eru eindregið hvattir til þess að gæta ítrustu árvekni og hafa núgildandi sóttvarnarráðstafanir í heiðri.
- Aðstandendur mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
o Eru í sóttkví
o Eru í einangrun eða bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
o Hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu
o Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
o Eru með einkenni ss. kvef, hita, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang.
Varðandi ferðalög íbúa:
- Íbúum er heimilt að fara í bíltúra, göngutúra, heimsóknir og fjölskylduboð.
- ATH gæta þarf sérstaklega að sóttvörnum þegar íbúar koma til baka á heimilið því hver sem er getur borið með sér smit þó að viðkomandi hafi verið bólusettur.
- Mælt er gegn því að íbúar fari á hópfagnaði þar sem fleiri en 20 koma saman.
Eins og áður eru þessi tilmæli birt með fyrirvara um breytingar ef ástandið í samfélaginu breytist.
 
Með bestu kveðjum,
Karítas Ósk
Hjúkrunarforstjóri