Fara í efni

Tónleikar á Norðurlandi eystra

Fréttir

Tónleikar Corpo di Strumenti - 4 x 4 verða haldnir á Norðurlandi eystra sem hér segir:

Þórshafnarkirkju fös. 22. okt kl. 20:00
Raufarhafnarkirkju lau. 23. okt. kl. 16:00
Akureyrarkirkju sun. 24. okt kl. 17:00

Miðaldir, Monteverdi, Morthens og Moi:

Helena G. Bjarnadóttir og Mathias Spoerry, söngvarar, og Ásdís Arnardóttir og Steinunn A. Stefánsdóttir sellóleikarar, flytja tónlist frá miðöldum og tónlist eftir C. Monteverdi, frumflytja nýjan sönglagaflokk eftir Steinunni A. Stefánsdóttur og fylgja því úr hlaði með einum góðum slagara úr safni Hauks Morthens.
Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra og Tónlistarsjóði.
Aðgangur er ókeypis - tekið við frjálsum framlögum - öll velkomin!