Fara í efni

Tilnefningar í tvö hverfisráð

Fréttir
Ljósm. Hilma Steinarsdóttir
Ljósm. Hilma Steinarsdóttir
Sveitarstjórn óskar eftir tilnefningum eða ábendingum um einstaklinga í tvö hverfisráð. Annars vegar fyrir Bakkafjörð og hins vegar fyrir dreifbýli.

Sveitarstjórn óskar eftir tilnefningum eða ábendingum um einstaklinga í tvö hverfisráð. Annars vegar fyrir Bakkafjörð og hins vegar fyrir dreifbýli.

Þessi ráð verða skipuð þremur einstaklingum hvort og jafnmörgum til vara. Hverfisráð starfa samkvæmt erindisbréfi, en er ætlað að vera sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni Bakkafjarðar annars vegar og hins vegar dreifbýlis.

Hægt er er að koma tilnefningum eða ábendingum til skrifstofu Langanesbyggðar í síma 468-1220 eða á netfangið langanesbyggd@langanesbyggd.is fyrir miðnætti 30. janúar nk.