Tilnefning í stýrihóp ungmenna - Auglýsing
			
					28.04.2021			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            Í maí verður haldinn fyrsti fundur stýrihóps ungmenna fyrir fyrirhugaðan viðburð SSNE. Langanesbyggð tilnefnir tvo fulltrúa í stýrihópinn. Hér með er óskað eftir tilnefningum í hópinn. Gert er ráð fyrir að í stýrihópnum sitji fulltrúar úr 9. eða 10. bekk grunnskóla.
Þeir sem bjóða sig fram til setu í stýrihópnum vinsamlegast hafið samband við skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn, Hilmu Steinarsdóttur eða Björn S. Lárusson skrifstofustjóra Langanesbyggðar á skrifstofunni að Fjarðarvegi 3.
