Fara í efni

Þriðji og síðasti kynningarfundur í fundaröð vegna mögulegrar sameiningar

Fréttir

Þriðji og síðasti fundurinn í fundarröð þar sem kynnt er möguleg sameining Langanebyggðar og Svalbarðshrepps verður í dag, fimmtudaginn 13. janúar kl. 17.30 til 19.00.
Efni fundarins er:
Stjórnskipulag sameinaðs sveitarfélags og sameiginleg hagsmunamál gagnvart ríkinu.

Nefndin mun koma saman í stjórnsýsluhúsinu á Þórshöfn, í Svalbarðsskóla eða í gegn um fjarfundarbúnað ásamt ráðgjöfum. Íbúar geta valið um að mæta í stjórnsýsluhúsið á Þórshöfn, í Svalbarðsskóla, á Skólagötu 5 á Bakkafirði (gamli grunnskólinn), eða fylgst með heima.

Slóð inn á fundina verður aðgengileg hér.

Auk fundanna er búið að opna fyrir rafrænt samráðskerfi á menti.com þar sem allir íbúar geta komið ábendingum sínum og spurningum á framfæri. Til að taka þátt þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Slá þar inn töluröðin 6947 3725og þá opnast samráðskerfið.

Einnig er hægt að fara inn á samráðskerfið með því að elta á þessa slóð: https://www.menti.com/pnkytegmv7

Samstarfsnefndin hvetur íbúa til þess að kynna sér málin og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Spurningar og athugasemdir sem komu fram á 2. fundi sem haldin var í gær, miðvikudag:

1. Athugasemd; ekki fráveitugjöld og vatnsgjöld í Svalbarðshreppi. Verða þau lögð á?
2. Athugasemd frá Sigurði; ekki langtímaskuldir í Svalbarðshreppi en þarf að taka lán fyrir viðgerðum á VER og til að fjármagna hallarekstur.
3. Marinó; samfélagsverkefni að laga vegi og sérstaklega heimahlöð á bæjum.
4. Hvað flokkast sem atvinnuhúsnæði; landbúnaðarbyggingar, veiðihús, ferðaþjónustuhús?
5. Hvað kemur aðalskipulags vinna fyrir sameinað sveitarfélag til með að kosta?
6. Er hægt að benda á fjárhagslegan sparnað af sameiningu ef svo er hver er hann?
7. Er sameiningarnefndin búin að reikna út hvert fjallskilagjald hugsanlega verður per /kind í sameinuðu sveitarfélagi miðað við þann fjárfjölda sem er í dag í báðum hreppunum.
8. Með fjallskilagjaldsspurningunni er ég að velta fyrir mér hvort sameinuðu sveitarfélagi er stætt á öðru en því að hafa sama gjald á kind út frá jafnræðisreglu.
9. Er einhver áætlun um hvernig á að sameina samfélögin sjálf eða haldið þið að þess þurfi ekki?
10. Þannig að menn koma út í mínus. Hvað er Langanesbyggð að nota þessi 10% sem greiddar eru í umsýslukostnað?
11. Sparnaður af sameiningu er væntanlega enginn þar sem þessi 10% fara væntanlega út.
12. Hvað má nota fasta framlagið ef ekki á að nota það í stjórnsýsluna?
13. Verður snjómokstur eftir sameiningu?
14. Tekjur aukast við það að hækka gjöld á íbúa Svalbarðshrepps.
15. Marinó; aðalskipulag í sveitum, hvernig er með það?
16. Hver eru laun sveitastjórnarfólks í Langanesbyggð? Eftir hverju eru þau reiknuð? Íbúafjölda? eða fundarfjölda?
17. Er einhver stefna í að auðvelda einstaklingum, litlum fyrirtækjum að byggja íbúðir/atvinnuhúsnæði. t.d. fella niður gjöld í upphafi, gatnagerðagjöld og fleira? Hefur þetta verið rætt hjá sveitarfélögunum?
18. Verður sorp sótt heim á bæi eftir sameiningu?
19. Hver verður svo næsti áfangi í sameiningum ef þessi gengur eftir?
20. Þarf Langanesbyggð ekki að endurnýja sorpsamninga eftir sameiningu? ef af verður?