Fara í efni

Þjónusturannsókn - Könnun meðal íbúa á vegum Byggðastofnunar

Fréttir

Nú fer fram könnun meðal íbúa landsins vegna rannsókna á þjónustusókn sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar. Niðurstöður munu nýtast í vinnu við eflingu byggða um land allt. Könnunin er liður í að skilgreina þjónustusvæði, greina hvort þjónustustig sé sambærilegt og fá mynd af viðhorfum íbúa mismunandi svæða til breytinga á þjónustu. Sérstaklega er mikilvægt að fá svörun úr dreifðum byggðum landsins svo unnt verði að vinna með niðurstöðurnar þannig að sem réttust mynd fáist einnig af þjónustusókn íbúa í fámennum byggðarlögum. Þar skiptir hvert svar miklu máli.

Í könnuninni er spurt um tíðni notkunar á þjónustu sem notuð er (síðustu 30 daga) og þjónustu sem notuð er sjaldnar (á ársgrundvelli). Spurt er hvert íbúar fara til að sækja þjónustu. Einnig er spurt um væntingar til breytinga á framboði þjónustu, hvaða þjónustu þarf helst að bæta við eða efla og hvaða þjónustumissir eða skerðing hefði helst áhrif á núverandi búsetu. Íbúar Langanesbyggðar eru hvattir til að taka þátt í könnuninni. 

Könnunin er á íslensku, ensku og pólsku. Eins eru upplýsingarnar um könnunina á íslensku, ensku og pólsku. Sjá á heimasíðu Byggðastofnunar og innlegg þar https://www.facebook.com/byggdastofnun

Könnunin er hér:
https://maskina.catglobe.com/Questionnaire/Viewer/?r=5c576025-b05e-4981-b3c9-8711368a66fd

Á ensku:
https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/category/1/what-service-is-important-to-you-service-survey-for-the-icelandic-regional-development-institute

Á pólsku:
https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/category/1/jakie-us-322-ugi-s-261-dla-ciebie-wa-380-ne-ankieta-badawcza-byggdastofnun

 

 

 

 

 

Byggðastofnun