Fara í efni

Þjónustumiðstöð Langanesbyggðar auglýsir starf laust til umsóknar.

Fréttir

Starfskraftur óskast til starfa í Þjónustumiðstöð Langanesbyggðar. Um er að ræða fjölbreytt starf á ýmsum sviðum sem miðstöðin sinnir s.s. viðhaldi, vinnu við hafnirnar, aðstoð við verktaka sem vinna á vegum sveitarfélagsins og önnur störf sem starfsmanni kunna að verða falin.
Engrar sérstakrar menntunar er krafist en leitað er að lagtækum og áreiðanlegum starfsmanni sem getur unnið fjölbreytt störf. Áhersla lögð á góð mannleg samskipti og heiðarleika í starfi. 

Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands sveitarfélaga og viðkomandi verkalýðsfélags. Umsóknarfrestur er til 18. janúar. 
Nánari upplýsingar veitir Þorri Friðriksson staðgengill forstöðumanns í síma 846 4022 og umsóknir sendist til á netfangið thorri.fridriksson@langanesbyggd.is