Fara í efni

Þegar hver mínúta skiptir máli – Langanesbyggð fær hjartastuðtæki að gjöf

Fréttir

Nýverið fékk Langanesbyggð góðar gjafir frá velunnurum samfélagsins.

Orkusalan er farin af stað með nýtt verkefni tengt styrktarstefnu sinni sem er að færa Íslandi stuð í bókstaflegri merkingu. Því var hluti úr styrktarsjóði nýttur í að færa völdum stöðum hjartastuðtæki, en slík tæki bjarga mannslífum á hverju ári. Um er að ræða tæki af fullkomnustu gerð en það leiðir notendur áfram á fjórum mismunandi tungumálum þar á meðal íslensku og pólsku.

Þórarinn Þórisson, slökkviliðsstjóri í Langanesbyggð færði Silvíu Jónsdóttur, forstjóra Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts, tækið en það verður staðsett á hjúkrunarheimilinu á Þórshöfn.

Á Bakkafirði voru gefin tvö hjartastuðtæki en Gunnlaugur Steinarsson gaf annað tækið fyrir hönd Brattaness sem er staðsett í hafnarhúsi á Bakkafirði og Hilmar Þór Hilmarsson, fyrir hönd Bjargsins, gaf tæki sem er staðsett í Samfélagsmiðstöð Bakkafjarðar í skólahúsnæðinu.

Samfélagið er innilega þakklátt fyrir þessar gjafir sem geta bjargað mannslífum.