Fara í efni

Þakkir til samfélagsins

Fréttir

Íbúar og starfsfólk á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti eru gríðarlega þakklát fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið að undanförnu.

Mörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar lögðu sitt af mörkunum og styrktu okkur og viljum við færa þeim kærar þakkir fyrir þeirra stuðning.

Fyrir ykkar stuðning höfum við náð að fjárfesta í mikilvægum tækjum og búnaði sem mun nýtast okkur mjög vel hvort sem veirusmit nær til okkar eða ekki. Það sem búið er að kaupa eru tvær súrefnisvélar, tvær vökvadælur, eina loftdýnu, eina verkjadælu og enn er afgangur sem mun nýtast upp í afþreyingu fyrir íbúana. Einnig bárust okkur heyrnartól að gjöf sem hafa nýst vel fyrir íbúa í myndsímtölum við aðstandendur. 

Fyrir hönd íbúa á Nausti og starfsfólks
Sólrún Arney Siggeirsdóttir
Hjúkrunarforstjóri