Fara í efni

Það verða Bryggjudagar 2021 !!

Fréttir
Kæru Bryggjudagagestir!
Já, þið lásuð rétt. Við stefnum ótrauð á að halda Bryggjudagahátíð dagana 16.- 18. júlí í samræmi við þær fjöldatakmarkanir sem kunna að vera í gangi á þeim tíma.
Við stefnum á að halda kassabílarallý, brunaslöngubolta, froðufjör (sápurennibraut) og dorgveiðikeppni, og vonandi langþráðan dansleik í Þórsveri!!
 
Við munum auglýsa hátíðina nánar þegar nær dregur svo nú er um að gera að taka þessi helgi frá!
Svo fléttast Langanesþraut UMFL skemmtilega inn sem öflug byrjun á helginni
 
Þeir sem hafa áhuga á að bæta við viðburðum (listatengdum t.d.) eða vera með áhugaverð erindi er bent á að hafa samband við Sigurbjörn, íþrótta- og tómstundafulltrúa ( sigurbjornf@langanesbyggd.is ).

 Áhugasömum styrktaraðilum er einnig bent á að setja sig í samband við Sigurbjörn.

Við hlökkum alveg hrikalega mikið til 		</div>
			<div class=