Fara í efni

Syðri Brekkur 2 snyrtilegasta býlið

Fréttir
Hildur Stefánsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar ásamt þeim hjónum Kristínu Kristjánsdó…
Hildur Stefánsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar ásamt þeim hjónum Kristínu Kristjánsdóttur og Úlafari Þórðarsyni við afhendingu viðurkenningarinnar.

Undanfarin ár hefur skipulags- og umhvefisnefnd veitt viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóðina, snyrtilegustu lóð fyrirtækis og nú var komið að snyrtilegasta býlinu í Langanesbyggð. Íbúar fengu eins og áður að tilnefna það býli sem þeim þótti snyrtilegast. Það var samdóma álit að bærinn að Syðri Brekkum 2 fengi þessa viðurkenningu í ár og hjónin Kristín Kristjánsdóttir og Úlfar Þórðarson. 
Eins og segir í viðurkenningarskjalinu hafa ábúendur á Syðri Brekkum 2 verið til fyrirmyndar í snyrtimennsku og umgengni á jörð sinni. Þau hafa af mikilli natni lagt sig fram um að halda jörð sinni snyrtilegri með góðri umgengi um jörðina og umhverfi hennar. 
Þess má geta að fyrir réttum 30 árum fengu þau hjón viðurkenningu frá þáverandi umhverfis- og fegrunarráði Þórhafnarhrepps fyrir snyrtilegt sveitabýli. Það sýnir að snyrtimennskan og umgegnin hefur ætið verið í fyrirrúmi hjá þeim hjónum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Langanesbyggðar óskar þeim hjónum innilega til hamingju með viðurkenninguna.