Fara í efni

Sveitarstjórn samþykkir persónuverndarstefnu Langanesbyggðar

Fréttir

Sveitarstjórn afgreiddi á fundi í sínum í gær, 19. ágúst sl. persónuverndarstefnu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn leggur mikla áherslu á að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem sveitarfélagið og allar undirstofnanir þess vinna. Hefur sveitarfélagið því sett sér eftirfarandi persónuverndarstefnu sem lýsir vinnslu sveitarfélagsins á persónuupplýsingum og leggur áherslu á mikilvægi þess að vinnsla persónuupplýsinga sé sanngjörn, gagnsæ og lögmæt, eins og segir í inngangi reglnanna.

Langanesbyggð leggur mikla áherslu á að í störfum sveitarfélagsins séu í hvívetna uppfyllt skilyrði þeirrar persónuverndarlöggjafar sem í gildi er hverju sinni, en stefna þessi er byggð á núgildandi lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“) eins

Persónuverndarstefnu sveitarfélagsins má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins hér.