Fara í efni

Sumarstörf í Þjónustumiðstöð Langanesbyggðar

Fréttir

Sumarstarfsmenn í Þjónustumiðstöð
Starfsmenn óskast til fjölbreyttra verkefna í sumarvinnu við Þjónustumiðstöð Langanesbyggðar frá og með 21. maí n.k.

Flokkstjóri Vinnuskóla
Auglýst er eftir flokksstjóra við vinnuskóla Langanesbyggðar í sumar og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 21. maí n.k.
Starfið felst í því að skipuleggja og stýra vinnu unglinga. Sjá um verkskráningar og vinnutengd námskeið í samvinnu við forstöðumann Þjónustumiðstöðvar. Leitað er eftir opnum og drífandi einsaklingi sem á gott með að vinna með ungu fólki. Umsækjandi þarf að vera orðinn 20 ára eða eldri og hafa ökupróf.

Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu Langanesbyggðar, Langanesvegi 2, Þórshöfn en einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublað hér.
Umsóknarfrestur er til og með fimmtudagsins 10. maí nk. Umsóknir sendist á netfangið: langanesbyggd@langanesbyggd.is
Nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Langanesbyggðar í síma 468-1220 eða hjá Þorra í síma 846-4022.