Fara í efni

Sumarstörf fyrir háskólafólk

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um 2 sumarstörf fyrir 18-25 ára hjá Langanesbyggð. Störfin eru tilkomin vegna atvinnuástands í samfélaginu og eru liður í aðgerðum sveitarfélagsins vegna Covid-19.
Um að ræða störf sem boðið er upp á í samstarfi við Vinnumálastofnun. Annað starfið er unnið í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga. Það snýr að upplýsingavinnu og þarf viðkomandi að vera vel tölvufær og hafa gott vald á íslenskri tungu. Hitt starfið felur í sér einfalda hagfræði útreikninga og gagnaöflun tengt sjávarútvegi í Langanesbyggð.  

 Umsóknarfrestur er til 31. maí nk.

Upplýsingar veitir: Jónas Egilsson , jonas@langnesbyggd.is

Umsóknir skal senda á : langanesbyggd@langanesbyggd.is