Fara í efni

Styrkur til þróunar á heilsueflandi almenningssamgöngum í Langanesbyggð.

Fréttir

Langanesbyggð hefur hlotið styrk frá samgönguráðuneytinu til að þróa heilsueflandi almenningssamgöngur á milli Bakkafjarðar og Þórshafnar. Ætlunin er að tvinna saman heildræna lýðheilsustefnu og notendamiðaðan frístunda og tómstundaakstur.
Markmiðin með þessu verkefni eru:

  1. Að jafna aðgengi að opinberri þjónustu milli byggðarlaga innan Langanesbyggðar og ýta undir áhuga íbúa á að nýta sér almenningssamgöngur í og úr vinnu og skóla.
  2. Að nýta almenningssamgöngur til að sækja heilsueflandi viðburði og stuðla þannig að heilbrigðum lifnaðarháttum og vellíðan íbúa á öllum aldri.
  3. Að nýta almenningssamgöngur til að auka samveru og samstarf íbúa og efla þannig samstarf og tengsl innan sveitarfélagsins.

Styrkurinn er fyrsta skrefið í að þróa þetta verkefni áfram. Hann nemur 1.200 þúsund krónum.