Fara í efni

Styrkir til menningar- og/eða listviðburða

Fréttir

Langanesbyggð auglýsir til úthlutunar styrki fyrir menningar- og/eða listviðburði í Langanesbyggð.
Styrkhæf verkefni eru þau sem tilgreind eru í 4. grein reglna um Menningarsjóð Langanesbyggðar en sjóðurinn starfar samkvæmt samþykktri Menningarstefnu Langanesbyggðar.

 
Greinargerð um verkefni sem sótt er um styrk til, skal fylgja með í umsókninni. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Langanesbyggðar merkt; Menningarsjóður – styrkumsókn  fyrir 22. maí n.k. 

Þær umsóknir sem þegar hafa borist þarf ekki að endurnýja nema umsækjendur vilji breyta umsókn sinni.

Nánari upplýsingar um styrkina veita sveitarstjóri og skrifstofustjóri Langanesbyggðar í síma 468 1220 eða á langanesbyggd@langanesbyggd.is

Eyðublað fyrir styrkumsókn