Fara í efni

Styrkir til menningar- og/eða listviðburða

Fréttir

Langanesbyggð auglýsir til úthlutunar styrki fyrir menningarviðburði og/eða listviðburði í Langanesbyggð. Styrkhæf verkefni eru þau sem tilgreind eru í 4. grein reglna um Menningarsjóð Langanesbyggðar. Að þessu sinni er sérstaklega óskað eftir umsóknum um menningarviðburði sem tengjast aðventu en að öðru leiti starfar sjóðurinn samkvæmt samþykktri Menningarstefnu Langanesbyggðar fyrir árin 2020 – 2022. Þær umsóknir sem þegar hafa borist þarf ekki að endurnýja nema umsækjendur vilji breyta umsókn sinni með tilliti til sérstakra óska um að viðburðurinn tengist aðventu. 

Greinargerð um verkefni sem sótt er um styrk til, skal fylgja með í umsókninni. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Langanesbyggðar merkt; Menningarsjóður – styrkumsókn fyrir 1. október 2022.

Nánari upplýsingar um styrkina veita sveitarstjóri og skrifstofustjóri Langanesbyggðar í síma 468 1220 eða á langanesbyggd@langanesbyggd.is

Eyðublað fyrir styrkumsókn