Fara í efni

Styrkir fyrir rannsóknarverkefni

Fréttir

Þekkingarnet Þingeyinga stendur ár hvert fyrir rannsóknaverkefnum sem unnin eru á sumrin í samstarfi við háskólanema. Verkefnin eru ýmist að frumkvæði stofnunarinnar, og tengjast þá  rannsóknum sem verið er að vinna að, eða verkefni sem nemendur sjálfir hafa frumkvæði að.  Algengt er að háskólanemar úr heimahéraði sjá tækifæri í því að kynnast störfum við rannsóknir með þessum hætti, ásamt því að geta dvalið á heimaslóð yfir sumarið.

Í boði eru veglegir styrkir sem háskólanemar á eigin vegum eða í samvinnu við sveitarfélgið vill sinna í heimabyggð, þ.e. í Langanesbyggð. Um er að ræða verkefni gagnaöflun, úrvinnsla gagna eða samantekt eða skýrslugerð.

Ath. frestur hefur verið framlengdur fram yfir 15. mars nk.