Fara í efni

Styrkir frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands 2021

Fréttir

Styrktarsjóður Eignarhaldsfélagsins, Brunabótarfélag Íslands var stofnaður 1996. Sjóðurinn styrkir með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarþáttum í aðildarsveitarfélögum. Sjóðurinn styrkir ýmis ólík verkefni en sammerkt með þeim er að þau teljast ekki til almenns rekstrar sveitarfélaga heldur er um að ræða sérstök framfaraverkefni í þágu byggðarlaganna. 

Umsóknum um styrki skal skilað á þar til gerðu eyðublaði sem er á heimasíðu EBÍ www.brunabot.is undir liðnum "Styrktarjóður". Til úthlutunar eru 5 milljónir króna í ár. 

Allar frekari upplýsingar varðandi styrktarsjóðinn gefur Anna Sigurðardóttir hjá skrifstofu félagsins. Umsóknir skulu sendar rafrænt á netfangið brunabot@brunabot.is eða senda þær á Styrktarsjóð EBÍ, Hlíðarsmára 8, 201 Kópavogi.