Fara í efni

Strandhreinsun á Langanesi 12.-14. ágúst

Fréttir
Liðsfólk Ocean Missions við strandhreinsun
Liðsfólk Ocean Missions við strandhreinsun

Strandhreinsun á Langanesi 12.-14. ágúst

Sjálfboðaliðar á vegum umhverfissamtakanna Ocean Missions verða að störfum við strandhreinsun á Langanesi yfir helgina. Verkefnið byggir á samstarfi Langanesbyggðar og Ocean Missions frá í fyrra en þá söfnuðust um fjögur tonn af rusli á um tveggja kílómetra kafla.

Íbúum og öðrum áhugasömum er velkomið að taka þátt í hreinsuninni. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við skólahúsnæðið. Svæðið sem stendur til að hreinsa er fyrir landi Ytra-Lóns og Hlíðar.

Föstudagur
Strandhreinsun frá 16:00-18:00 (Mæting við skólahúsnæði 15:45)

Laugardagur
Strandhreinsun frá 11:00-15:00 (Mæting við skólahúsnæði 10:45)

Sunnudagur
Strandhreinsun frá 10:00-12:00 (Mæting við skólahúsnæði 09:45)

Nánar má fræðast um starfsemi samtakanna á vefsíðunni https://oceanmissions.org