Stórtíðindi í orkumálum á NA landi.
05.11.2025
Fréttir
Fundur
Stórtíðindi verða í orkumálum NA lands, sérstaklega í Langanesbyggð á morgun, fimmtudaginn 6. nóvember. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- og orkuráðherra er væntanlegur til Þórhafnar ásamt fulltrúum frá Rarik og Landsneti til að undirrita tímamótasamkomulag um orkumál í landshlutanum. Undirritunin fer fram á Holtinu/Þórsveri kl. 14:00.
Íbúar í Langanesbyggð eru velkomnir til að vera viðstaddir þessi merku tímamót og þiggja kaffiveitingar.
Nánar um þetta samkomulag hér á heimasíðunni og á Facbook síðu Langanesbyggðar um leið og nánari fréttir berast.
Munið svo íbúafundinn um málefni grunnskólans sem hefst einnig á Holtinu/Þórsveri kl. 16:00