Stóra Hringrásarmálinu lokið!
13.09.2007
Íþróttir
Aðfararnótt 8. september sl. kom skipið Wilson Cadett til Þórshafnar til að sækja brotajárn sem hefur verið í söfnun og vinnslu hjá fyrirtækinu Hringrás síðan í vor. Skipið er 100 metrar að leng
Aðfararnótt 8. september sl. kom skipið Wilson Cadett til Þórshafnar til að sækja brotajárn sem hefur verið í söfnun og vinnslu hjá fyrirtækinu Hringrás síðan í vor. Skipið er 100 metrar að lengd og með burðarmeiri skipum sem hingað koma. Á annað þúsund tonnum af brotajárni var lestað um borð í skipið dagana 8. og 9. september og hélt skipið aftur úr höfn með stefnu á Reyðarfjörð síðdegis sunnudaginn 9. september sl.
Eins og sést á myndunum var nóg um að vera í höfninni því á sama tíma var verið að ferma lýsi (2.200 tn) í Frigg sem var utan á hafskipakantinum og línuveiðarinn Örvar SH 777 landaði bolfiski og fór hluti þess afla á fiskmarkað Þórshafnar. Myndirnar tók Steinn Karlsson hafnarvörður.
Myndir: Steinn Karlsson