Starfsmaður óskast í heimaþjónustu á Bakkafirði
			
					22.06.2021			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            Um er að ræða hlutastarf og sveigjanleika á vinnutíma. 
Helstu verkefni eru að starfa á heimilum aldraðra, öryrkja og/eða fatlaðra við hefðbundin heimilisverk og ræstingar, auk þess að fara í innkaupaferðir þegar það á við og sinna félagslegum stuðningi. 
Viðkomandi þarf að hafa ríka samskiptahæfni og áhuga á því að umgangast eldra fólk. 
Stundvísi, vandvirkni og heiðarleiki eru skilyrði.
Nánari upplýsingar gefur Karítas Ósk Agnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri í síma 468 1322 eða naust@langanesbyggd.is 
