Fara í efni

Starfsfólk við skráningu á Bakkafirði og Raufarhöfn

Fréttir

 

 

 

Starfsfólk við skráningu á Bakkafirði og Raufarhöfn

 

 

 

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laus til umsóknar tvö tímabundin störf til allt að 18 mánaða við skráningu sóknarmannatala. Störfin byggja á styrksamningi Þjóðskjalasafns Íslands við Byggðastofnun f.h. innviðaráðherra, með vísan í aðgerð B.8 Fjarvinnslustöðvar í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Styrkt eru verkefni opinberra stofnana sem miða að því að koma gögnum á rafrænt form og sem fjölga atvinnutækifærum á viðkomandi svæði.

Starfstöðvar: Bakkafjörður í Langanesbyggð og Raufarhöfn í Norðurþingi.

Bakkafjörður er lítið sjávarpláss þar sem íbúafjöldi er u.þ.b. 60 manns. Enginn skóli er í þorpinu en börnum er ekið í skólabíl til Þórshafnar daglega. Góðar samgöngur eru til og frá Bakkafirði. - Á Raufarhöfn búa um 200 manns, samrekinn er heildstæður leik- og grunnskóli. Öll helsta þjónusta er til staðar á Raufarhöfn og samgöngur góðar til allra átta.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Störfin felast í vinnu við innslátt sóknarmannatala í rafrænan gagnagrunn. Í Þjóðskjalasafni eru varðveitt ríflega 1500 sóknarmannatöl frá um miðri 18. öld til miðrar 20. aldar og hefur verið unnið að innslætti þeirra í leitarbæran gagnagrunn á undanförnum árum. Þegar hafa verið birtar upplýsingar á vef Þjóðskjalasafns úr sóknarmanntölum sem hafa verið stafvædd, http://salnaregistur.manntal.is/.

Leitað er að starfsfólki í tvær tímabundnar 70% stöður til allt að 18 mánaða við innslátt á sóknarmanntölum.

 

Hæfniskröfur

 

  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð kunnátta í íslensku.
  • Reynsla af innslætti / textavinnu kostur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Nákvæm, skipulögð og vönduð vinnubrögð.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem greinir frá ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið. Vottorð um menntun fylgi umsókn. Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisáætlun Þjóðskjalasafns og við hvetjum áhugasama einstaklinga óháð kyni til að sækja um starfið. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019. Þjóðskjalasafn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Áætlað er að verkefnið hefjist í júlí/ágúst og ljúki í árslok 2023.

 

Starfshlutfall er 70%

Umsóknarfrestur er til og með 04.07.2022

Nánari upplýsingar veitir

Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður - njordur.sigurdsson@skjalasafn.is - 5903300

Smelltu hér til að sækja um starfið