Fara í efni

Spennandi starf á Þórshöfn

Fréttir

Spennandi starf á Þórshöfn


Þekkingarnet Þingeyinga og Langanesbyggð óska eftir að ráða metnaðarfullan og hugmyndaríkan einstakling í starf verkefnastjóra Kistunnar, nýs atvinnu- og nýsköpunarseturs á Þórshöfn. Starfið er fjölbreytt og verkefni þess stuðla að uppbyggingu og framþróun í samfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnastjórn á útfærslu og uppbyggingu Kistunnar á Þórshöfn
Þróunarvinna við myndun þekkingar- og þróunarklasa innan Kistunnar
Umsjón með daglegum rekstri og húsnæði Kistunnar og samskipti við aðila starfandi þar
Vinna með sveitarfélaginu Langanesbyggð að nýsköpun og þróunarverkefnum
Kynning og miðlun, m.a. gerð kynningarefnis fyrir Kistuna og Langanesbyggð
Vinna við gerð styrkumsókna og fjármögnun fyrir Kistuna

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg
Rík krafa um frumkvæði
Sjálfstæði í störfum og góð skipulagshæfni
Hæfni í mannlegum samskiptum
Gott vald á íslensku, bæði í töluðu sem rituðu máli
Góð tölvufærni og þekking á samfélagsmiðlum

Kistan er nýtt atvinnu- og nýsköpunarsetur í Langanesbyggð. Meginviðfangsefni starfsins er að halda utan um daglega umsýslu og uppbyggingu setursins; efla nýsköpun, draga að störf og starfsemi sem henta inn í Kistuna og halda áfram að þróa bætt skilyrði fyrir störf án staðsetningar. Um er að ræða spennandi starf í skemmtilegu og lifandi starfsumhverfi.

Starfsmaðurinn verður hluti af starfsmannateymi Þekkingarnets Þingeyinga, í
samstarfi við Langanesbyggð. Starfstöð verður í Kistunni á Þórshöfn. Starfsmaðurinn mun hafa fasta búsetu í Langanesbyggð og vera virkur þátttakandi í nærsamfélaginu.

Í Langanesbyggð er öflugt atvinnulíf, drifið áfram af sjávarútvegi og landbúnaði. Í sveitarfélaginu er fjölskylduvænt umhverfi, öll almenn þjónusta og gott mannlíf. Ýmis tækifæri eru framundan, ekki síst á sviði ferðaþjónustu. Þekkingarnet
Þingeyinga hefur rekið mannaða starfstöð á Þórshöfn frá árinu 2009, hefur öflugan starfsmannahóp og rekur starfstöðvar víðar í Þingeyjarsýslum.

Umsóknarfrestur er til og með 05.05.2023, gott er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Með umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknir berist til Þekkingarnets Þingeyinga á netfangið oli@hac.is.
Nánari upplýsingar gefur Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga í síma 464-5100.