Söngtextar
Jólalögin 2007
Auk hefbundinna jólalaga sem allir þekkja erum við að syngja
eftirfarandi lög
Við kveikjum einu kerti....
Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er.
Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottin sjálfur soninn þá
mun senda´ í líking manns.
Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.
Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.
Jólakötturinn
Þið kannist við jólaköttinn
Sá köttur var gríðarstór
Fólk vissi ´ekki hvaðan hann kom
Eða hvert hann fór
Hann glennti upp glyrnurnar sínar
glóandi báðar tvær
Það var ekki heiglum hent
að horfa í þær
Kamparnir beittir sem broddar
upp úr bakinu kryppan há
og klærnar á loðinni löpp
var ljótt að sjá
Því var það að konurnar kepptust
við kamba og vefstól og rokk
Og prjónuðu litfagran lepp
eða lítinn sokk
Klukkurnar
dinga linga ling
Klukkurnar dinga linga ling
Klingja um jól
Börnin safnast saman, sungin jólavísa
Komið er að kveldi, kertin jóla lýsa
Klukkurnar dinga linga ling
Klingja um jól
Þá nýfæddur
Jesús
Þá nýfæddur Jesú í jötunni á
á jólunum fyrstu var dýrðlegt að sjá
Þá sveimuðu englar á himninum hans
því hann var nú fæddur í líkingu manns
Þeir sungu hallelúja með hátíðarbrag
nú hlotnast guðsbörnunum friður í dag
Og fagnandi hirðarnir fengu að sjá
hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.
Ég bið þig ó Drottinn að dvelja mér hjá
að dýrðina þína ég fái að sjá
Ó blessu þú Jesú öll börnin þín hér
að búa þau fái á himnum með þér
Nóttin var sú
ágæt ein
Nóttin var sú ágæt ein
í allri veröld ljósið skein
það er nú heimsins þrautarmein
að þekkja´ hann ei sem bæri
Með vísnasöng ég vögguna þína hræri
Með vísnasöng ég vögguna þína hræri
Bjart er yfir
Betlehem
Bjart er yfir Betlehem
blikar jóla stjarna
Stjarnan mín og stjarnan þín
stjarna allra barna
Var hún áður vitringum
vegaljósið skæra
Barn í jötu borið var
barnið ljúfa kæra
Víða höfðu vitringar
vegi kannað hljóðir
Fundið sínum ferðum á
fjöldamargar þjóðir
Barst þeim allt frá Betlehem
birtan undur skæra
Barn í jötu borið var
barnið ljúfa kæra
Barni gjafir báru þeir
blítt þá englar sungu
Lausnaranum lýstu þeir
lofgjörð drottni sungu
Bjart er yfir Betlehem
blikar jólastjarna
Stjarnan mín og stjarnan þín
stjarna allra barna.
Skín í rauðar
skotthúfur
Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn
Jólasveinar sækja að
sjást um allan bæinn
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember
Inni´ í friði og ró
úti´í frosti og snjó
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin.
Söngtextar
Óðurinn til gleðinnar
Fagra gleði, guða logi
Gimlisdóttir, heill sé þér.
Í þinn hásal, hrifnir eldi
heilög gyðja, komum vér.
Þínir blíðu, töfrar tengja
tískan meðan sundur slær.
Allir bræður aftur verða
yndisvængjum þínum nær.
Sumri hallar
Sumri hallar, hausta fer,
heyri snjallir ýtar,
hafa fjallahnjúkarnir
húfur mjallahvítar.
Girnast allar elfur skjól
undir mjallar þaki,
þorir varla að sýna sól
sig að fjallabaki.
Verður svalt því veðri er breytt,
vina eins er geðið,
þar sem allt var áður heitt,
er nú kalt og freðið
Sestu hérna sólskinsbarn,
sumar hjá þér dvelur,
meðan haustsins gráa garn
grösin jarðar felur
Allir hafa eitthvað til að ganga á
Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.
Fíllinn hefur feitar tær,
ljónið hefur loppur tvær,
músin hefur margar smáar,
en ormurinn hefur ansi fáar.
Allir hafa eitthvað til að ganga á.
Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.
Fiskurinn hefur fína ugga,
flóðhesturinn engan skugga
krókódíllinn kjaftinn ljóta,
sá er nú klár að láta sig fljóta.
Allir hafa eitthvað til að ganga á.
Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.
Á vængjunum fljúga fuglarnir,
á fótunum ganga trúðarnir,
á hnúum hendast aparnir,
á rassinum leppalúðarnir.
Allir hafa eitthvað til að ganga á.
Teygðu fram löppina og lof mér að sjá.
Ef sérðu krókódíl
Ef sérðu krókódíl í þínu baðkeri
skaltu ekki vera hræddur, sýndu hugrekki
og bjóddu honum inn í stofu þar að snæðingi
Ef situr stærðar górilla í geymslunni
skaltu taka því með ró, þú veist af reynslunni
að ef hún fær tvo banana hún sýnir kurteisi
Ef liggur stærðar ljón á þínu skrifborði
skaltu ekki kalla á mömmu þína í ofboði
heldur klappa því á bakið svo það steinsofni
Kærleikslagið
Reyndu að finna stund til að gefa af sjálfum þér
það gleður allra lund að láta gott leiða af sér
sá sem er eigingjarn og óttaleg frekjudós
eignast aldrei vin og hann fær aldrei hrós
En sá sem er örlátur og hugsar aldrei ljótt
eignast stóran vinahóp sem að stækkar fljótt
en sá sem er örlátur og hugsar aldrei ljótt
eignast stóran vinahóp sem að stækkar fljótt
Friðarlagið
Ég er friðsælt stjörnuskin
já ég er friðsælt stjörnuskin
Er við sýnum kærleik
er við deilum kærleik
verðum við friðsælt stjörnuskin
verðum við friðsælt stjörnuskin
Það er munur að vera hvalur
Það er munur að vera hvalur
og geta siglt um sjóinn
eins og skip, eins og skip, eins og skip, eins og skip
Ég er stærsti hvalur í heimi
og ég syndi um með merkilegan svip
merkisvip, merkisvip, merkisvip
Alla fiska sem ég finn
hvar sem er í hafinu
alla fiska sem ég finn
hvar sem er í hafinu
Borða ég með munninum
Bátasmiðurinn
Ég negli og saga og smíða mér bá
og síðan á sjóinn ég sigli með gát.
En báturinn vaggar og veltist um sæ
ég fjörugum fiskum með færinu næ.
Bíum, bíum bróðir minn góður
blundar fram á komandi dag.
Því pabbi þinn fór að sigla á sjó
um sængina þína hún mamma þín bjó.
Bíum, bíum bróðir minn góður
blundar fram á komandi dag.
Bangsímon
Sit ég hér á grænni grein
og geri fátt eitt annað
en borða hunang, tína ber,
að bíta allt er bannað
Dropar detta stórir hér,
dropar detta hvað finnst þér
Dropar detta allt um kring
og dingalingaling
Vatnið vex nú ótt og tíi
ég verð að flýja úr húsum
Hér sit ég í alla nótt
og borða úr mínum krúsum
Dropar detta ofan í poll,
dropar detta á minn koll
Dropar detta allt um kring
og dingalingaling
Froskalagið
Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag
Ding dong sagði lítill grænn froskur
Ding dong sagði lítill grænn froskur einn dag
og svo líka ding dong spojojojojojoj
King kong sagði stór svartur api einn dag
King kong sagði stór svartur api
King kong sagði stór svartur api einn dag
og svo líka king kong Ahhhh
Ummm ahhh sagði lítil græn eðla einn dag
Ummm ahhh sagði lítil græn eðla
Ummm ahhh sagði lítil græn eðla einn dag
og svo líka ummm ahhh ahhhhhhhhh
Við skýin
Við skýin felum ekki sólina af illgirni
Við skýin erum bara að kíkja á leiki mannanna
Við skýin sjáum ykkur hlaupa
Úúúpppssssss
í rokinu
Klædd gulum, rauðum, grænum, bláum regnkápum
Eins og regnbogi meistarans
regnbogi meistarans
Við skýin erum bara grá
bara grá
Á morgun kemur sólin
hvað verður um skýin þá?
Hvað verður um okkur þá?
Ég heyri svo vel
Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa
Ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa
Ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa
Heyri hárið vaxa, heyri neglurnar lengjast
heyri hjartað slá
Þú finnur það vel, þú kemur nær mér
Þú finnur það vel, allt færist nær þér
Þú finnur það vel, allt fæðist í þér
Andlitin lifna og húsin dansa
og vindurinn hlær
Vögguvísa
Rauð er sólin mamma
og rökkurskýin stór
Deyr nú sólin mamma mín
er dagur burtu fór
Refur læddist mamma mín
við lokum hverri gátt
Æ sest´á stokkinn mamma mín
og syngdu fram á nátt.