Snyrtilegasta býlið í Langanesbyggð
			
					13.08.2025			
	
                    
                                    
                            Fréttir                        
                            
            Undanfarin tvö ár hefur skipulags- og umhverfisnefnd verðlaunað fyrir snyrtilegustu lóðina við íbúðarhús og snyrtilegustu lóðina við fyrirtæki.
Í ár hefur skipulags- og umhverfisnefnd ákveðið að verðlauna snyrtilegasta býlið í dreifbýli Langanesbyggðar fyrir árið 2025.
Óskað er eftir ábendingum frá íbúum sveitarfélagsins um það býli sem að þeirra mati er það snyrtilegasta í sveitarfélaginu.
Frestur til að skila inn tillögum er framlengdur til 25. ágúst n.k. Tillögur er hægt að senda á netfangið langanesbyggd@langanesbyggd.is
