Fara í efni

Skrifstofustjóri Langanesbyggðar

Fréttir

Langanesbyggð leitar eftir skrifstofustjóra.

Skrifstofustjóri  er yfirmaður skrifstofu Langanesbyggðar og heyrir beint undir sveitarstjóra og er staðgengill hans. Hann hefur faglega forystu og verkstjórn á daglegum verkefnum skrifstofunnar. Hann hefur umsjón með stjórnsýslu, fjármálum og starfsmannahaldi sveitarfélagsins og stofnana þess í umboði sveitarstjóra.

 Helstu verkefni eru:

  •  Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum verkefnum skrifstofunnar.
  •  Umsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins í umboði sveitarstjóra.
  • Undirbúningur og frágangur funda sveitarstjórnar, nefnda og ráða
  • Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem gilda hverju sinni og heyra undir sveitarfélagið.
  • Tekur þátt í faglegri framkvæmd verkefna á grunni sérfræðiþekkingar sinnar.
  • Umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins og birtingu fundargerða
  • Yfirumsjón og ábyrgð með leyfisveitingum, uppfærslum á samþykktum, reglum og gjaldskrám.

Menntun:

  • Á sviði viðskipta, stjórnsýslu eða lögfræði.

Reynsla:

  • Úr stjórnsýslu og rekstri.
  • Af stefnumótun og verkefnastjórnun æskileg.
  • Á skjalastjórnunar- og bókhaldskerfum æskileg.
  • Á sviði kjaramála, stjórnunar, og samningagerðar æskileg.

Hæfni:

  • Í samskiptum.
  • Frumkvæði og lausnamiðuð vinnubrögð.
  • Greiningarhæfni ásamt hæfni í úrvinnslu og framsetningu talnalegra upplýsinga.
  • Gott vald á íslensku og enskukunnátta. 

 Nánari upplýsingar veitir:

 Jónas Egilsson, sveitarstjóri - jonas@langanesbyggd.is

 Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember 2020 en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.