Fara í efni

Skrifstofumaður – Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

Fréttir

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra auglýsir eftir skrifstofumanni með starfsstöð á skrifstofu Langanesbyggðar á Þórshöfn.

Leitað er eftir einstaklingi til að sinna sérverkefni sem varðar umsjón, skráningu, skönnun og vistun skjala á grundvelli samnings sýslumannsembættisins og Byggðastofnunar vegna fjarvinnslustöðva.

Einnig er ráðgert að starfsmaðurinn sinni almennum verkefnum sýslumanns, sem einkum felast í að taka á móti ýmsum umsóknum, tilkynningum og gögnum.

Starfið felur í sér fjölbreytt samstarf við starfsfólk sýslumannsembættanna og samskipti við borgara. 

Um tilraunaverkefni er að ræða og því er áformað að ráðning verði tímabundin í fyrstu. Óskað er eftir að viðkomandi hefji störf í mars skv. nánara samkomulagi.

 Hæfniskröfur

Mjög góð tölvufærni er nauðsynleg. Góð íslenskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er nauðsynleg. Góð enskukunnátta ásamt þekkingu á einu norðurlandamáli er æskileg.

Ekki eru gerðar sérstakar menntunarkröfur en góð almenn menntun ásamt reynslu af skrifstofustörfum er æskileg.

Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera færni í mannlegum samskiptum, ríka þjónustulund, vinnusemi og stundvísi. Afar mikilvægt er að viðkomandi búi yfir sjálfstæði í starfi ásamt nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.

 Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsókn. Um starfskjör fer skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og viðkomandi stéttarfélags.

 Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2020

Umsóknir ásamt upplýsingum um starfsferil og önnur atriði ásamt upplýsingum um meðmælendur, sendist á netfangið husavik@syslumenn.is. Upplýsingar um starfið veitir Svavar Pálsson sýslumaður í síma 458-2600.

 Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

 

6. febrúar 2020

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra