Fara í efni

Skrifstofa Langanesbyggðar flytur

Fréttir

Um mánaðarmótin september og október flytur skrifstofa Langanesbyggðar á Þórshöfn frá Fjarðarvegi 3 í nýtt húsnæði að Langanesvegi 2. Í vikunni 27. september til 1. október má búast við truflunum á starfsemi skrifstofunnar vegna flutninganna. Mánudaginn 4. október og þriðjdaginn 5. október verður skrifstofan lokuð vegna tenginga á síma og tölvum. Við biðjumst velvirðingar á hugsanlegum töfum á afgreiðslu mála á meðan á flutningunum stendur og erfitt verður að ná í starfsmenn á áðurgreindum tímum í gegn um síma eða með tölvupóstum.
Skrifstofa fulltrúa sýslumanns á Þórshöfn flytur einnig í húsnæði sveitarfélagsins og verður því einnig lokuð á sama tíma.