Skemmtiferðaskipið Silver Wind á Þórshöfn
05.09.2025
Fréttir
Í morgun kom skemmtiferðaskipið Silver Wind til Þórshafnar. Skipið er við akkeri utan hafnarinnar. Með því komu 240 farþegar sem voru ferjaðir í land. Þar tók á móti þeim fjölmenni sem bauð upp á gönguferðir um Þórshöfn, ýmsan varning úr heimabyggð í tjaldi við Hafliðabúð og hressingu í Hafliðabúð. Farþegar sem teknir voru tali voru hæst ánægðir með heimsóknina í "lítið fiskiþorp" (litle fishing village) eins og þeir kölluðu bæinn okkar.
Þetta er ekki fyrsta ferðin í sumar sem skipið kemur til Þistilfjarðar en áður hefur það lagt fyrir utan Tumavík og farþegar verið ferjaðir í land. Það eru þau Hildur og Sigurður í Holti sem höfðu veg og vanda að komu skipsins. Vonandi er þetta aðeins nýtt upphaf að komum slíkra skipa í Langanesbyggð.