Fara í efni

Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson ráðinn forstöðumaður íþróttamiðstöðvar

Fréttir

Byggðaráð samþykkti á fundi sínum 4. maí sl. að ráða Sigurbjörn Veigar Friðgeirsson til starfa sem forstöðumann íþróttamiðstövarinnar á Þórshöfn. Sigurbjörn hefur undanfarið starfað sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og mun áfram vera sveitarstjórn til ráðgjafar í þeim málaflokki. 

Sigurbjörn lauk stúdentsprófi frá VMA 2010 og B.Sc gráðu í íþrótta- og heilsufræði af þjálfaralínu frá HÍ árið 2014. Hann hefur starfað sem íþrótta og tómstundafulltrúi Langanesbyggðar frá árinu 2021 og leyst forstöðumann af og verið staðgengill hans.  Byggðaráð samþykkti á fundi sínum 2. mars s.l. að fara í breytingar á skipulagi íþrótta- og tómstundamála og vinna nýtt skipurit fyrir starfsemi í íþróttamannvirkjum í samráði við byggðaráð og nýjan forstöðumann. Vonast er til að breytingarnar leiði til betra skipulags, hagræðingar í rekstri sem og aukinni aðsókn að íþróttamannvirkjunum. 

Sigurbjörn hefur störf þann 1. júní en þá lætur Eyþór Atli Jónsson af störfum sem forstöðumaður eftir langan starfsaldur hjá Langanesbyggð.