Fara í efni

Sigríður Friðný verkefnastjóri Kistunnar

Fréttir

Starf verkefnastjóra Kistunnar á Þórshöfn var auglýst í byrjun maí. 9 umsóknir bárust frá fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Farið hefur verið yfir umsóknirnar og viðtöl tekin við valda aðila úr hópi umsækjenda.

Að teknu tilliti til hæfniskrafa og annarra forsendna sem fram komu í auglýsingu hefur verið tekin ákvörðun um að Sigríður Friðný Halldórsdóttir verði ráðin í starfið. Sigríður er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur sinnt m.a. sinnt störfum sem hjúkrunarforstjóri og verkefnastjóri auk ábyrgðarhlutverka í opinberri stjórnsýslu við sveitarstjórnar- og nefndarstörf. Eftir ráðningarferlið er sýnt að Sigríður Friðný hefur háskólamenntun og starfs-/endurmenntun og fjölbreytta reynslu sem fellur vel að viðfangsefnum starfsins auk metnaðarfullrar sýnar á nærsamélagið.

Þekkingarnet Þingeyinga býður Sigríði Friðnýju velkomna til starfa á Þórshöfn. Um leið er öðrum umsækjendum þakkað kærlega fyrir umsóknirnar. Ánægjulegt er að fólk sýni starfi og búsetu í samfélaginu á Þórshöfn þann áhuga sem raun ber vitni. Þá er umsækjendum, og öðru fólki, bent á þann valkost að nýta aðstöðu Kistunnar til starfa á Þórshöfn, t.d. til óstaðbundinnar vinnu eða nýsköpunarverkefna af margvíslegu tagi.