Fara í efni

Samþykkt deiliskipulags - Hafnartangi á Bakkafirði

Fréttir

Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. desember 2020 deiliskipulag fyrir Hafnartanga á Bakkafirði – áningastað við ysta haf. Tillagan var auglýst frá 6. október með athugasemdarfresti til 24. nóvember 2020 í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umsagnir og athugasemdir bárust frá sex aðilum. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum þann 8. desember 2020 að gera minniháttar breytingar á tillögunni til að koma til móts við þær athugasemdir og vísaði tillögunni þannig breyttri til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar. Um er að ræða breytingu á byggingarskilmálum á Hafnartanga sem miða að því að endurheimta þá þorpsmynd sem var áður á tanganum. Umsögn sveitarstjórnar hefur verið send athugasemdaraðilum.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um skipulagið og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3 á Þórshöfn.

janúar 2020

Sveitarstjóri Langanesbyggðar