Fara í efni

Samstarfsverkefni Leikskólans Barnabóls og hjúkrunarheimilisins Nausts haustið 2007

20.09.2007Heimir Ari Heimisson, Elísabet Emma Jóhannsdóttir, Álfrún Marey Eyþórsdóttir og Alexandra Líf Jónsdóttir, sem eru á síðasta ári í leikskóla munu heimsækja íbúa á Nausti á 3ja vikna fresti í

20.09.2007
Heimir Ari Heimisson, Elísabet Emma Jóhannsdóttir, Álfrún Marey Eyþórsdóttir og Alexandra Líf Jónsdóttir, sem eru á síðasta ári í leikskóla munu heimsækja íbúa á Nausti á 3ja vikna fresti í klukkustund í vetur.

Markmiðið er að stuðla að tengslamyndun milli barna og aldraðra, eiga notalega og uppbyggilega samverustund á báða bóga. Hafa það gaman saman!  Stuðla að gagnkvæmri virðingu.
.


Í bókinni, Life Worth Living, William H. Thomas er meðal annars sagt frá hvernig plöntur, dýr og börn færa gleði inn á hjúkrunarheimili og auka vellíðan íbúanna.
Mikilvægt er að hafa heimsóknirnar sem heimilislegastar, ekki settar upp sem skemmtanir, það er ekki markmiðið með þessum heimsóknum, þ.e. að krakkarnir skemmti íbúum, heldur reyna að ná fram stemmningu sem minnir á sambandið á milli afa, ömmu og barnabarnanna.
Heimsóknirnar byrja á því að börnin kynni sig með handabandi/taka í hendi og segja til nafns og kveðja þegar þau fara.
Jafnvel syngja 1-2 lög.
Engin verkefni eru barnaleg, hinir öldruðu njóta þess að aðstoða börnin og leiðbeina þeim.
Við munum setja nokkrar myndir á vefinn frá þessum samverustundum.

Myndir frá samkomunni

Samverustundirnar í sumar og haust verða sem hér segir:

Dagsetning

Samverustund

Hressing

13.júní

5.ára krakkar sem fara í skóla í haust.

gróðusetja sumarblóm.

djús og kex

29. ágúst

leikfimi og út á pall að ganga

ávöxtur

19. september

búa til ávaxtasalat og borða saman

10.október

létt hreyfing. Mála með vatnslitum

vatnssopi

31. október

steikja saman vöfflur og borða saman

21. nóvember

búa til jólakort, klippa, líma osfrv.

 djús og smákökur