Fara í efni

Sameinað sveitafélag Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps tekið til starfa

Fréttir

Sameinað sveitafélag Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps tekið til starfa

Fyrsti fundur sveitarstjórnar í sameinuðu sveitafélagi var haldinn í dag 2. júní 2022. Sameinað sveitafélag er rekið á kennitölu Langanesbyggðar, en rekstur sem var í nafni Svalbarðshrepp færist þangað yfir. Eiga erindi og reikningar sem þangað bárust nú að berast skrifstofu sveitafélagsins á Þórshöfn. Fyrir liggur hjá sveitastjórn að ákveða nafn á hið nýja sveitafélag. Heimasíða Svalbarðshrepps verður nú óvirk og verður ekki uppfærð en vísað er á heimasíðu Langanesbyggðar.


Valdimar Halldórsson ráðinn verkefnastjóri tímabundið

Sameinað sveitarfélag Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hefur gengið frá ráðningu Valdimars Halldórssonar sem verkefnisstjóra í þrjá mánuði eða fram til 1. september og verður verkefnisstjóri með starfsstöð á Þórshöfn. Helstu verkefni verkefnisstjóra verða að ganga frá stjórnsýslu- og fjárhagslegum þáttum við sameiningu sveitarfélaganna, þ.m.t. vinna við stofnefnahagsreikning og samþætta fjárhagsáætlanir í samvinnu við sveitarstjórn. Verkefndastjóri skal undirbúa og sitja fundi sveitarstjórnar og fundi byggðaráðs.

Valdimar er viðskiptafræðingur og hefur mikla reynslu af vinnu úr stjórnsýslu og einkageira.

Sameinað sveitarfélag Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps mun auglýsa eftir sveitastjóra og ætlunin er að ráða sveitarstjóra sem tekur til starfa í lok sumars.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Þór Guðmundsson oddviti sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps í síma 895-0833.